Fréttir og tilkynningar

Helstu mál á vettvangi ESB og EFTA

Upplýsingaritið Helstu mál á vettvangi ESB er komið út. Á meðal umfjöllunarefnis er Brexit – útganga Bretland úr Evrópusambandinu, framtíðarstefna Evrópusambandsins í orku- og loftslagsmálum, hringráðsarhagkerfið og áætlun um félagsleg réttindi. 

Lesa meira

Úthlutað til verkefna á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 71,5 milljónum króna til sjö verkefna á vegum sex landshlutasamtaka sveitarfélaga. Alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr. fyrir árið 2019.

Lesa meira

Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna lífskjarasamninga 2019-2022

Aldís Hafsteinsdóttir formaður og Karl Björnsson framkvæmdastjóri undirrituðu í dag f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu vegna lífskjarasamninga 2019-2022. 

Lesa meira

Vefgátt fyrir vöktun veiðiáa

Hafrannsóknastofnun hefur opnað á vef sínum sérhæfða vefgátt fyrir vöktun veiðiáa. Í vefgáttinni eru fjölþættar upplýsingar varðandi laxeldi í sjó og vöktun eldisfisks.

Lesa meira

Barnahús opnar útibú á Norðurlandi

Barnahús opnaði í dag útibú á Norðurlandi, hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í útibúinu verða tekin rannsóknarviðtöl við börn og boðið upp á áfallameðferð, en þar er aðstaða fyrir bæði dómstóla og barnaverndarnefndir til að kanna grun um ofbeldi gegn börnum. 

Lesa meira

Helstu mál XXXIII. landsþings

Stóru málin á XXXIII. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem fram fór föstudaginn 29. mars sl. voru húsnæðismál, samgöngumál og kjaramál. Af einstökum málum báru fyrirhugaðar skerðingar á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og veggjöld einna hæst. Senuþjófur þingsins var þó líklega sli.do, nýtt veftól sem sambandið hefur tekið í þjónustu sína vegna fyrirspurna og umræðna.

Lesa meira

XXXIII. landsþing í beinni útsendingu

XXXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett kl. 10:00. Þingið stendur yfir til kl. 16:00 í dag og má fylgjast með því í beinni útsendingu á vef sambandsins.

Lesa meira

Mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni vel saman

Setningarávarp Aldísar Hafsteinsdóttir, formanns, á XXXIII. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Samþykkt XXXIII. landsþings gegn áformum um skerðingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga krefst þess að þau óásættanlegu áform sem fram koma í fyrirliggjandi tillögu að fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020-2024 um að skerða framlög ríkissjóðs til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga næstu tvö ár um 3,3 ma.kr. verði dregin til baka.

Lesa meira

Sveitarfélögin og loftslagsmál -bein útsending

Málþingið um sveitarfélögin og loftslagsmál fer fram á Reykjavík Natura hótelinu í dag, kl. 10:00 til 16:00. Bein útsending er frá málþinginu og má nálgast streymið á old.samband.is/beint. Þá verða upptökur af framsögum gerðar aðgengilegar jafnóðum og þær hafa verið fluttar. Nálgast má upptökur hér.

Lesa meira

Aðgerðaleysi er ekki valkostur

Sú kynslóð sem nú er uppi má ekki fórna lífsgæðum komandi kynslóða fyrir stundarhagsmuni, sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, í ávarpi sínu á málþinginu Sveitarfélögin og loftslagsmál, sem stendur nú yfir. Málþingið markar ákveðin tímamót hjá sem fyrsti viðburður sambandsins sem helgaður er alfarið loftslagsmálum.

Lesa meira

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2019 og verkefnaáætlun landsáætlunar 2019-2021

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tilkynntu í dag um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. Markmiðið er halda áfram þeirri miklu uppbyggingu innviða sem hafin er til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum, sem og uppbyggingar ferðamannastaða.

Lesa meira

Byggðafesta og búferlaflutningar

Íbúum í 56 smærri bæjum og þorpum vítt og breitt um landið býðst nú að taka þátt í könnuninni Byggðafesta og búferlaflutningar: Bæir og þorp á ÍslandiKönnunin er liður í viðamikilli rannsókn sem Byggðastofnun stendur að í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, en markmiðið er að byggja upp aukinn skilning á sérstöðu og áskorunum einstakra byggðalaga ásamt því, að  styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. 

Lesa meira

Skert framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020 til 2024, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti nýlega, gerir ráð fyrir að framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækki ekki tímabundið árin 2020 og 2021 heldur haldist óbreytt frá árinu 2019, 20,7 ma.kr. bæði árin. Tekið er fram að ekki hafi náðst niðurstaða við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna þessarar aðgerðar, sem hafi í för með sér að tekjur jöfnunarsjóðs skerðist í heild um rösklega 3 ma.kr.

Lesa meira

Kynningar- og samráðsfundir um land allt vegna viðauka við landsskipulagsstefnu

Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Skipualgsstofnun heldur kynnignar- og samráðsfundi um land allt dagana 18. mars til 2. apríl nk.

Lesa meira

Úttekt á læsisstefnu hjá sveitarfélögum

Um 93% grunnskólabarna á Íslandi eru í skólum sem hafa sett sér læsisstefnu. Þá hafa 87% leikskóla sett sér læsisstefnu, að því er fram kemur í niðurstöðum úttektar sem Menntamálastofnun hefur gert á læsisstefnu sveitarfélaga. 

Lesa meira

Rafrænt útboðskerfi Ríkiskaupa aðgengilegt sveitarfélögum

Ríkiskaup hafa innleitt rafrænt útboðskerfi, sem ætlað er að einfalda aðgengi að opinberum útboðum og draga úr umsýslukostnaði kaupenda og seljenda. Má þar nálgast endurgjaldslaust útboðsauglýsingar og útboðsgögn og standa vonir til þess að þátttaka aukist samfara þessu nýja og aðgengilega útboðskerfi.

Lesa meira

Skerðingu á framlögum til jöfnunarsjóðs mótmælt harðlega

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkt á fundi sínum í dag, harðorða bókun vegna skerðinga sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt til á framlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherra og ríkisstjórn hafi brugðist trausti sveitarfélaga á mjög alvarlegan hátt og er þess krafist, að teknar verði upp viðræður við fjármála- og efnahagsráðherra og ráðherra sveitarstjórnarmála. Leiði þær viðræður ekki til ásættanlegrar niðurstöðu fyrir sveitarfélögin verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu sambandsins.

Lesa meira