Fréttir og tilkynningar

Aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum

Loftslagsráð boðar til ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum á Grand Hóteli, fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 9:30 – 12:00.

Lesa meira

Skorað á ríkisstjórnina að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna

Hópur sveitarstjórnarmanna og sérfræðinga hefur sent ríkisstjórn landsins áskorun um, að lokið verði við uppbyggingu of­an­flóðavarna sem fyrst. Bent er á að eftir því sem uppbygging tefst, aukist hætta á fyrirbyggjanlegum slysum af völdum snjóflóða og skriðufalla og því sé brýnt að fjárheimildir úr ofanflóðasjóði verði auknar.

Lesa meira

Tillögur að almennri innkaupastefnu opinberra aðila fyrir matvæli

Jákvæð umhverfisáhrif, hollt mataræði, matarsóun, rekjanleiki og reiknilíkan fyrir kolefnisspor er á meðal þess sem fjallað er um í innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila. Vonir standa til þess að stefnan nýtist einnig sveitarfélögum ásamt öðrum opinberum aðilum.

Lesa meira

Ný stefna í íþróttamálum kynnt

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti nýja stefnu í íþróttamálum í gær. Stefnan var unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og íþróttanefndar ríkisins. Virk þátttaka og aðgengi allra að íþróttastarfi áframhaldandi leiðarstef í íþróttastefnu stjórnvalda.

Lesa meira

Íbúaráð skipað í fyrsta sinn vegna loftslagsmála

Borgarráð Oxford-borgar hefur samþykkt að kalla eftir tillögum að aðgerðum í loftslagsmálum frá íbúum borgarinnar. Tilnefnt verður í íbúaráð með tilviljunarkenndu úrtaki úr lögheimilisskrá borgarinnar og því falið að leggja fram tillögur að markmiðum í kolefnisjöfnun ásamt öðrum nauðsynlegum aðgerðum á vegum borgarinnar í loftslagsmálum.

Lesa meira

Ársrit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 2018

Yfirlit yfir stefnumál ráðherra á kjörtímabilinu hefur verið birt í ársriti samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins 2018. Stefnumálin eru 25 talsins og taka til allra málaflokka ráðuneytisins. Þá er í ársritinu fjallað sérstaklega um framtíðarsýn, leiðarljós og stefnumótun á vegum ráðuneytisins. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðuneytið birtir með þessu móti heildstætt yfirlit yfir stefnumál kjörtímabilsins og er þar gagnleg nýjung á ferð fyrir áhugafólk um samgöngu- og sveitarstjórnarmál.

Lesa meira

Kópavogsbær fær vottun fyrir WCCD lífskjara- og þjónustustaðalinn

Kópavogsbær hefur fengið vottun fyrir WCCD lífskjara- og þjónustustaðalinn, ISO 37120 (World Council on City Data). Vottunin gerir sveitarfélaginu kleift að meta framgang mála hjá sér, bæði á milli ára og með alþjóðlegum samanburði við önnur vottuð sveitarfélög um heim allan. Þá nýtast mælingar samkvæmt staðlinum einnig innleiðingu Kópavogsbæjar á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Lesa meira

Aukin framlög til rannsóknar- og þróunarverkefna í innflytjendamálum

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, úthlutaði nýlega 24 m.kr. úr þróunarsjóði innflytjendamála. Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála og greiða með því móti fyrir gagnkvæmri aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Framlög í sjóðinn hafa verið aukin, hækkuðu úr 10 m.kr. í rúmar 24 m.kr.

Lesa meira

Bergið Headspace – lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk

Fimm ráðherrar eða félags- og barnamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, dómsmálaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ákváðu nýlega að greiða í sameiningu götu tilraunaverkefnis, sem gengið hefur undir nafninu Bergið Headspace. Verkefnið felur í sér rekstur á þverfaglegu móttöku- og stuðningsúrræði með einstaklings- og áfallamiðaða þjónustu fyrir börn og ungmenni.

Lesa meira

Málþing um skólasókn og skólaforðun

Fjallað verður um skólasókn og skólaforðun á málþingi sem Samband íslenskra sveitarfélaga heldur mánudaginn 20. maí nk. í samstarfi við Velferðarvaktina og Umboðsmann barna. Sjónum verður beint að stöðu þessara vandmeðförnu mála út frá mismunandi sjónarhornum og fjallað um hvaða hlutverki foreldrar, skólar og stjórnvöld gegna sameiginlega og hvert um sig.

Lesa meira

Málafjöld á Alþingi

Á vorin eykst jafnan sá fjöldi mála sem bíður atkvæðagreiðslu á Alþingi. Í kjölfarið fer jafnframt þeim umsögnum fjölgandi sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendir frá sér. Þetta vorið standa sem áður full efni til þess, að sveitarstjórnarfólk fylgist grannt með umsögnum um þau mál sem varða sveitarfélögin. Hér má nálgast á einum stað allar umsagnir sambandsins.

Lesa meira

Breytt landslag hjá sveitarfélögum í innkaupum

Innkaupadagur Ríkiskaupa var haldinn 21. mars sl. og þar voru mörg fróðleg erindi um innkaupamál. Meðal annars fjallaði Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur sambandsins, um breytt landslag hjá sveitarfélögum í innkaupum og Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Ríkiskaupa fjallaði um hvað má og hvað ekki við opinber innkaup.

Lesa meira

„Áfram heimsmarkmiðin“

Nýtt ókeypis borðspil um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er nú komið á netið á íslensku. Með spilinu er hægt að kynna sér heimsmarkmiðin og fræðast um þau um leið og fjölskyldan skemmtir sér saman í skemmtilegu borðspili.

Lesa meira

Bæjar- og borgarstjórar undir vaxandi þrýstingi

Vorþing sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 2019 fór fram nú nýlega í Evrópuhöllinni í Strassbourg. Umræður um lýðræðisáskoranir í löndum Evrópuráðsins settu sterkan svip á þingið og voru samþykktar ályktanir sem eiga margar hverjar brýnt erindi við evrópsk sveitarfélög.

Lesa meira

Námskeið um opinber innkaup

Námskeiðinu er ætlað að undirbúa sveitarfélög fyrir breytt landslag samfara gildistöku laga um opinber innkaup, en lögin taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum 31. maí nk.

Lesa meira

Baráttan gegn loftslagsbreytingum krefst náinnar samvinnu ríkis og sveitarfélaga

Áhersla er lögð á aðkomu sveitarstjórnarstigsins, í nýrri stefnu samtaka finnskra sveitarfélaga, Kommunförbundet, í loftslagsmálum. Eigi sveitarfélög að geta beitt sér óhindrað gegn loftslagsbreytingum og tekið á sama tíma fullan þátt í uppbyggingu hringrásarahagkerfisins, verður að mati samtakanna að gefa þeim sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum og hringrásarhagkerfið innan einstakra sveitarfélaga.

Lesa meira

Starfsmenn Garðabæjar í námsferð til Brussel

Starfsmenn Garðabæjar lögðu land undir fót, þegar þeir fóru nú nýlega í námsferð til Brussel. Tekið var vel á móti hópnum á Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem staðsett er í Húsi evrópsku sveitarfélaganna þar í borg.

Lesa meira

Fullveldisviðburðir afar vel sóttir

Út er komin skýrsla afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands þar sem m.a. má finna upplýsingar um framkvæmd afmælisársins og yfirlit yfir öll verkefni sem skráð voru á dagskrá afmælisársins. 

Lesa meira