Fréttir og tilkynningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðukenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019.

Lesa meira

Finnar í heimsókn

Fimmtudaginn 29. ágúst sl. kom hópur finnskra sveitarstjórnarmanna í heimsókn til sambandsins. Í Finnlandi eru starfandi 18 svæðaráð sem hafa líka stöðu og landshlutasamtök sveitarfélaga hér á landi.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2020-2021

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2020–2021.

Lesa meira

Nær öll sveitarfélög landsins hafa tilnefnt persónuverndarfulltrúa

Alls hafa 71 af 72 sveitarfélögum landsins tilnefnt persónuverndarfulltrúa í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Lesa meira

Örugg meðhöndlun úrgangs er lykilatriði

Í júlí sl. sendi Umhverfisstofnun beiðni um umsögn til allra sveitarfélaga um drög að stefnu umhverfisráðherra í úrgangsmálum. Þann 23. ágúst sl. sendi Samband íslenskra sveitarfélaga ítarlega umsögn um drögin þar sem kallað er eftir frekara samráði um málið.

Lesa meira

Evrópuvika svæða og borga 7.-10. október 2019

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, Evrópuvika svæða og borga, fer fram í Brussel dagana 7.-10. október nk.

Lesa meira

Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er komin í samráðsgátt. Allir geta sent inn umsögn og ábendingar og því um að ræða mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna. Umsóknarfrestur er til 10. september 2019.

Lesa meira

Aðgerðir í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent inn umsögn um tillögur í samráðsgátt sem eru settar fram í þremur liðum og snúa að stofnkostnaði íbúðabygginga, fjármögnun þeirra og leiðum til þess að efla leigumarkað. Heilt á litið er umsögnin afar jákvæð enda eru þær tillögur sem nú eru kynntar í góðu samræmi við áherslur í stefnumörkun sambandsins 2018-2022.

Lesa meira

Kjaraviðræður hefjast að nýju eftir hlé

Í morgun hófust kjaraviðræður samninganefndar sveitarfélaga að nýju eftir hlé sem gert var á viðræðum í júlí í samræmi við endurnýjaðar viðræðuáætlanir.

Lesa meira

Tækifæri til að auka samræmi í norrænni byggingarlöggjöf

Í um frumvarpi um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem nú liggur frammi til umsagnar í Samráðsgátt, er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun, verði lagðar niður en í þeirra stað muni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast verkefni beggja stofnana.

Lesa meira

Verkalýðsfélag Akraness semur um endurskoðun viðræðuáætlunar við sambandið

Í morgun undirrituðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Akraness samkomulag um endurskoðun viðræðuáætlunar aðila.

Lesa meira

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð frá 22. júlí til 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Við óskum sveitarstjórnarmönnum, starfsmönnum sveitarfélaga og landsmönnum öllum gleðilegs sumars.

Lesa meira

Veigamikil nýmæli og breytingar í nýjum umferðarlögum

Ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi í júní fela í sér mörg veigamikil nýmæli og breytingar á fyrri löggjöf. Meginmarkmið laganna er að vernda líf og heilsu vegfarenda með auknu umferðaröryggi þar sem jafnræðis er gætt milli vegfarenda. Lögin er afrakstur margra ára undirbúnings og heildarendurskoðunar á löggjöfinni í víðtæku samráði við almenning og hagsmunaaðila. Nýju lögin nr. 77/2019 taka gildi um næstu áramót eða 1. janúar 2020.

Lesa meira

Fræðsla í stað samþykkis

Með breytingu á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018 á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra, þurfa sveitarfélög ekki lengur að leita eftir samþykki skjólstæðings fyrir öflun og vinnslu gagna þegar veitt er þjónusta á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, þ.m.t. fjárhagsaðstoð, húsnæðismál o. fl.

Lesa meira

Sjálfbær Evrópa 2030 og leiðbeiningar ESB um siðferðisleg álitamál tengd gervigreind

Sveitarstjórnarvettvangurinn fundaði í nítjánda sinn í Hurdal í Noregi 27.-28. júní 2019. Hann tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Íslandi og Noregi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Lesa meira

Staðgreiðsla útsvars á fyrri hluta árs 2019

Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman upplýsingar um tekjur sveitarfélaga af staðgreiðslu útsvars á fyrri hluta 2019 og borið hana saman við sömu mánuði í fyrra. Um er að ræða greidda staðgreiðslu útsvars frá febrúar til júní. Staðgreiðsla sem greidd er í janúar er að mestum hluta lagt á launagreiðslur ársins á undan og þess vegna er sá mánuður ekki tekinn með.

Lesa meira

Takið dagana frá!

Jafnréttisstofa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Garðabæ boðar til landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.

Lesa meira

Heimsmarkmiðagáttin opnuð

Í byrjun júlí mánaðar opnaði Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna Heimsmarkmiðagátt þar sem fólki gefst kostur á að koma verkefnum tengdum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á framfæri.

Lesa meira