Fréttir og tilkynningar
Endurskoðun á Nýsköpunarmiðstöð í takt við nýsköpunarstefnu
„Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu.“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sem kynnti í vikunni þær fyrirætlanir sínar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og finna þeim verkefnum sem miðstöðin hefur sinnt nýjan farveg.
Nýir tímar í starfs- og tækninámi
Þriðjudaginn 25. febrúar sl. undirrituðu formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðherra og formaður Samtaka iðnaðarins aðgerðaráætlun er auka á áhuga ungmenna á starfs- og tæknimenntun.
Kallað eftir nemendaverkefnum fyrir Varðliða umhverfisins
Á vef Stjórnarráðsins hefur verið vakin athygli á því að verkefnasamkeppni grunnskólabarna í 5. til 10 bekk, Varðliðar umhverfisins,er nú hafin í 14. sinn. Samkeppninni er ætlað að hvetja börn og unglinga til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn þeirra á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinnar á því sviði.
Efling lýsir yfir árangurslausum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
Samninganefnd Eflingar lýsti í dag yfir árangurslausum viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) án þess að hafa gefið SNS færi á að ræða eða að svara þeim kröfum sem félagið hefur lagt fram.
Helstu mál á vettvangi ESB árið 2020 – Grænn samningur fyrir Evrópu
Ljóst er að Grænn samningur fyrir Evrópu verður fyrirferðamesta málið á dagskrá framkvæmdastjórnar ESB árið 2020. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Ursula von der Leyen, hefur lýst því yfir að um sé að ræða mikilvægasta verkefni okkar tíma og að áframhaldandi hagsæld Evrópu byggi á því að vistkerfi jarðarinnar séu heilbrigð og nýting náttúruauðlinda sjálfbær.
Staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga 2019
Nú liggur fyrir uppgjör á staðgreiðslu útsvars vegna ársins 2019. Um er að ræða bráðabirgðauppgjör en endanlegt uppgjör mun liggja fyrir í maílok þegar álagningarskránni verður lokað.
Hvað á sveitarfélagið að heita?
Alls bárust 62 mismunandi hugmyndir að hugmynd á nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Frumvarp um lágmarksíbúafjölda í samráðsgátt
Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem innleiðir á ný ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Samkvæmt frumvarpinu verður lágmarksíbúafjöldi 250 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2022 og 1.000 frá almennum sveitarstjórnarkosningum árið 2026.
Skráning raunverulegra eigenda – skylda sveitarfélaga
Frá og með 30. ágúst 2019 ber skráningarskyldum lögaðilum að skrá raunverulega eigendur hjá ríkisskattstjóra. Raunverulegur eigandi er alltaf einstaklingur, einn eða fleiri, og er sá sem í raun á starfsemi eða stýrir lögaðila með beinum eða óbeinum hætti. Raunverulegur eigandi er ekki endilega skráður eigandi fjármuna, eigna eða fyrirtækja.
Sameiginlegur fundur fræðslumála- og félagsþjónustunefnda sambandsins
Miðvikudaginn 5. febrúar sl. fór fram fyrsti sameiginlegi fundur tveggja fastanefnda hjá sambandinu, þ.e. félagsþjónustunefndar og fræðslumálanefndar. Nefndum sambandsins, sem skipaðar eru fag- og sveitarstjórnarfólki í bland, hafa það hlutverk með höndum að vera ráðgefandi við stjórn og starfsmenn sambandsins á þeim fagsviðum sem heyrir undir þær.
Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi sambandsins við SGS
Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Að auki er Lífskjarasamningurinn forsenda fyrir verulega auknum húsnæðisstuðningi til tekjulágra sem ríki og sveitarfélög hafa staðið fyrir undanfarið, og mun aukast næstu ár. Til viðbótar er samningurinn grundvöllur lægri skattheimtu á lægstu laun, sem þegar er komin til framkvæmda að hluta. Áhrif Lífskjarasamningsins á aukinn kaupmátt lægstu launa eru gríðarlega jákvæð og er því mikilvægt að standa vörð um hann sem fyrirmynd annarra kjarasamninga.
SGS samþykkir kjarasamning við sambandið með miklum meirihluta
Niðurstaða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um kjarasamning félaganna við Samband íslenskra sveitarfélaga liggur nú fyrir. Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða félagsmanna eða 80,55%. Kjörsókn var 32,83%.
Dagur leikskólans 6. febrúar
Fimmtudaginn 6. febrúar nk. verður Dagur leikskólans haldinn í 13. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Fjárhagsáætlanir A-hluta sveitarfélaga 2020-2023
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur unnið samantekt um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Um er að ræða fjárhagsáætlanir 70 sveitarfélags af 72, en í þessum sveitarfélögum búa nærfellt allir íbúar landsins.
Morgunverðarfundur um skólamál
Niðurstöðum Skólaþings sveitarfélaga, sem haldið var 4. nóvember 2019 undir yfirskriftinni „Á réttu róli?“ verður fylgt eftir á fyrsta morgunverðarfundi sambandsins um skólamál 17. febrúar nk. á Grand hóteli
Fræðslufundur um sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks
Nú fer fram á Grand hóteli í Reykjavík fræðslufundur um Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Fundinum er streymt á vef sambandsins, old.samband.is/beint.
Ráðstefna um heimsmarkmiðin á sveitarstjórnarstigi
Ráðstefnan „Local Action. Global Shift – Living the Sustainable Development Goals“ verður haldin 6.-8. maí í Innsbruck, Austurríki.
Uppbygging og endurnýjun götulýsingar í Búlgaríu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrsta hluta orkuáætlunar í Búlgaríu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, sem varða uppbyggingu og endurnýjun götulýsingar í Búlgaríu.