Fréttir og tilkynningar
Heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna í Samráðsgátt
Nýtt frumvarp til laga um námsgögn hefur verið lagt til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda.
Opnað fyrir umsóknir um styrk til sveitarfélaga vegna barna á flótta
Mennta- og barnamálaráðuneytið leggur fé til stuðnings sveitarfélögum þar sem börn á flótta eru búsett. Styrkurinn nær til allra barna á skólaskyldualdri sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum frá 1. janúar 2022.
Viltu starfa í fjölbreyttu og lifandi umhverfi?
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að öflugum og jákvæðum einstakling í starf þjónustufulltrúa á þjónustusvið. Í boði er fjölbreytt, áhugavert og lifandi starfsumhverfi þar sem reynir á framúrskarandi samskiptahæfni, ríka þjónustulund og fagmennsku.
Aðgerðir stjórnvalda til stuðnings fjögurra ára kjarasamningum
Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa sameiginlega lagt fram aðgerðir til að greiða fyrir kjarasamningum á vinnumarkaði til næstu fjögurra ára.
Málþing á vegum SSKS um orkumál
Sambandið vekur athygli á málþingi á vegum samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum (SSKS) undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúksÐ
Viðmiðunarfjárhæðir opinberra innkaupa hafa breyst
Gerðar hafa verið breytingar á fjórum reglugerðum þar sem kveðið er á um viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa.
Annað tölublað „Umhverfis Ísland“ komið út
Annað tölublað fréttabréfsins „Umhverfis Ísland“ er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um kostnaðarþátttöku Úrvinnslusjóðs fyrir sérstaka söfnun á vörum og umbúðum og góðan árangur sveitarfélaga við BÞHE kerfa.
Verðlaun veitt í samkeppni um kórlag fyrir áttatíu ára afmæli lýðveldisins
Atli Ingólfsson tónskáld hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um kórlag fyrir 80 ára afmæli lýðveldisins. Veitt voru 500.000 kr. verðlaun fyrir sigurlagið.
Umsókn skilað í LIFE vegna innleiðingar vatnaáætlunar Íslands
Umsókn um styrk vegna verkefnisins ICEWATER hefur nú verið skilað. Sótt var um í LIFE áætlunina en hún styður við verkefni á sviði umhverfis- og loftslagsmála.
Kostnaðarþátttaka Úrvinnslusjóðs fyrir sérstaka söfnun á vörum og umbúðum fyrir árið 2023
Í júní 2023 greiddi Úrvinnslusjóður í fyrsta skipti sveitarfélögum fyrir sérstaka söfnun á vörum og umbúðum sem eru á ábyrgð sjóðsins, en árið 2021 tóku ný lög gildi þar sem gerðar voru umtalsverðar breytingar á úrgangsstjórnun sveitarfélaga og kröfur hertar. Greitt er fyrir að koma á söfnun við heimili og á grenndar- og söfnunarstöðvum.
Góður árangur sveitarfélaga við innleiðingu Borgað þegar hent er kerfa
Samband íslenskra sveitarfélaga og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafa staðið saman að verkefni er styður sveitarfélög við að innleiða breytta gjaldheimtu vegna meðhöndlunar úrgangs í gegnum álagningarkerfið.
Vettvangur samtals sveitarfélaga um úrgangsstjórnun
Sambandið hvetur fulltrúa sveitarfélaga að kynna sér starfsemi Verkefnisstjórnar um hagsmunagæslu í úrgangsmálum sem hefur verið starfandi frá 2007.
Aðgerðir gegn þeim sem ganga illa um grenndarstöðvar
Sveitarfélög starfrækja flest grenndarstöðvar þar sem íbúar og í einhverjum tilfellum lögaðilar geta skilað flokkuðum úrgangi til endurnotkunar og endurvinnslu og annarar endurnýtingar. Frá byrjun árs 2023 hefur hvílt sú skylda á sveitarfélögum að sérsafna gleri, málmum og textíl og getur söfnunin verið á grenndarstöðvum.
Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs
Gerður Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Brúar, hélt erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í september 2023, þar sem fram kom að tryggingaleg staða A deildar Brúar er neikvæð.
Drög að borgarstefnu í samráðsgátt
Með borgarstefnu er markmiðið að styðja við þróun borgarsvæða sem drifkraft velsældar, fjölbreyttari búsetukosta og aukinnar samkeppnishæfni landsins.
Ársfundur náttúruverndarnefnda
Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður á Ísafirði þann 21. mars næstkomandi frá kl. 10-16:30. Fundurinn var fyrirhugaður 12. október sl. en var frestað vegna veðurs, Yfirskrift fundarins er Hver eru áhrif aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa?
Smáraskóli í Kópavogi vann Sexuna 2024!
Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.
Viljayfirlýsing um samstarf þjónustukerfa á sviði endurhæfingar
Heildstæð nálgun, samvinna kerfa og samfella í þjónustu verða leiðarstefin í endurhæfingu fólks samkvæmt viljayfirlýsingu sem hefur verið undirrituð.