Fréttir og tilkynningar
Heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda
Í gær, 30. mars, var samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga er heimilar gjaldendum fasteignaskatta í C-flokki (atvinnuhúsnæði), sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur til er 15. janúar 2021.
Sveitarstjórnir fá 30 daga frest til að skila ársreikningum
Ákveðið hefur verið að veita öllum sveitarstjórnum landsins heimild til að framlengja tímafresti um meðferð og skil ársreikninga. Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra varðandi skil á ársreikningum sveitarfélaga hefur verið birt í Stjórnartíðindum.
Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf
Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum sambandsins um aðgerðir til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Sveitarfélög eiga rétt á að sækja um minnkað starfshlutfall til VMST
Síðustu daga hafa sveitarstjórnarmenn velt því fyrir sér hvort sveitarfélög, og þá sérstaklega stofnanir eða byggðasamlög á þeirra vegum, eigi rétt á að færa niður starfshlutföll og láta viðkomandi starfsmenn sækja um hlutabætur til Vinnumálastofnunar.
Samið við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með aðstoð fjarfundabúnaðar
Í gærkvöldi var lokið við gerð kjarasamnings við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Er þetta fyrsti kjarasamningurinn, sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélag lýkur, þar sem samningaferlið fer alfarið fram í formi fjarfunda. Þetta er búið að vera sérstakt ferðalag en gengið frábærlega í góðri samvinnu allra sem að því komu.
200 milljónir í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum
Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Í tillögunni er lagt til að veitt verði 200 milljónum króna í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum.
Staða kjaramála
Á síðustu vikum hefur Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga gert fjölmarga samninga við hin ýmsu stéttarfélög sem gera samninga við sveitarfélögin. Að auki eru kjaraviðræður í gangi við nokkur stéttarfélög.
Efling aflýsir verkföllum
Efling stéttarfélag hefur tilkynnt Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga að yfirstandandi verkfallsaðgerðum Eflingar – stéttarfélags gagnvart sambandinu, sem tilkynnt var um 2. mars sl., hafi verið aflýst.
Slökkvilið Fjarðabyggðar sýnir gott fordæmi á erfiðum tímum
Slökkvilið Fjarðabyggðar óskaði eftir því við Samstarfsnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sunnudaginn 22. mars sl., að slökkviliðinu yrði heimilt að gera tímabundnar breytingar á vaktakerfi til að draga úr smithættu milli vakta og vaktmanna vegna COVID-19.
Veiting afslátta af greiðsluhlutdeild notenda velferðarþjónustu
Samband íslenskra sveitarfélaga gaf þann 19. mars sl. út Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Í aðgerðapakkanum eru sveitarfélög m.a. hvött til að kanna möguleika á lækkun gjaldskrár og tímabundinni lækkun eða niðurfellingu tiltekinna gjalda.
Kjarasamningar samþykktir hjá fjórum stéttarfélögum
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við þrjú stéttarfélög; Samflot bæjarstarfsmanna, Kjöl, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, og við Starfsmannafélag Kópavogs, lauk í dag, 23. mars. Meirihluti félagsmanna tók þátt í atkvæðagreiðslu hjá öllum félögunum þremur og voru samningarnir allir samþykktir með miklum meirihluta atkvæða.
Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Samband íslenskra sveitarfélaga beinir því til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er eftirfarandi hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Rétt meðhöndlun úrgangs samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna COVID-19
Eitt af mörgum mikilvægum atriðum sem huga þarf að vegna farsótta er að gæta varúðar við umgengni um sorpílát og farga úrgangi á réttan hátt.
Leiðbeiningar vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög er hafa hug á að nýta sér ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að nota fjarfundarbúnað í auknu mæli á fundum sveitarstjórna og nefnda. Leiðbeiningarnar eru í formi hagnýtra atriða til að hafa í huga við undirbúning fjarfunda sem og hagnýt atriði fyrir fundarmenn.
Aukin heimild til notkunar fjarfundabúnaðar á fundum sveitarstjórnar
Alþingi samþykkti í gær, 17. mars, lög sem heimila ráðherra sveitarstjórnarmálað gefa út ákvörðun um tiltekin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga, að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. Tilefni lagabreytingarinnar er COVID-19 faraldurinn en vegna hans hafa borist tilmæli frá mörgum sveitarfélögum um aukinn sveigjanleika varðandi fyrirkomulag funda í sveitarstjórnum og nefndum, svo sem með notkun fjarfundabúnaðar.
Ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga
Í gær, þriðjudaginn 17. febrúar, samþykkti Alþingi breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar.
Bakvarðasveit velferðarþjónustu – óskað eftir starfsfólki á útkallslista
Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.
Víðtækt samstarf ríkis, sveitarfélaga, fagaðila og hagsmunaaðila í þágu viðkvæmra hópa vegna Covid 19
Félags- og barnamálaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga rituðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu til aðgerða sem miða að því að takast á við þær áskoranir sem stofnanir ríkisins, félagsþjónusta og aðrir aðilar sem sinna þjónustu við viðkvæma hópa í landinu standa frammi fyrir vegna Covid-19 veirunnar.