Fréttir og tilkynningar
Nýjar leiðbeiningar um opinber innkaup: Skyldulesning fyrir alla sem vinna við opinber innkaup
Á ári hverju ráðstafa ríki og sveitarfélög fleiri hundruð milljónum króna í opinber innkaup, sem eru vörur, margskonar og verklegar framkvæmdir.
Unnið að gerð verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum
Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin var stofnaður 19. júní 2019. Í dag hafa hátt í 50 sveitarfélög tekið undir stofnyfirlýsingu vettvangsins og þar eru skráðir um 80 tengiliðir sem fá boð á fundi vettvangsins.
Gjörbreytt staða opinbera fjármálakerfisins
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var síðastur þeirra sem ávörpuðu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Hann byrjaði á að minnast á nýjan samning og yfirlýsingu um stuðning stjórnvalda við sveitastjórnirnar og sagði að enn ætti eftir að hnýta ýmsa lausa enda á komandi misserum og árum.
Horfur á vinnumarkaði
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í dag fjallaði Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar um stöðuna á íslenskum vinnumarkaði eins og hún horfir við starfsfólki vinnumálastofnunar og fór yfir skiptingu þeirra sem eru atvinnuleitendur í dag eftir kyni búsetu og fleiru.
Breyttir starfshættir sveitarfélaga
„Mér eru nýir starfshættir hugleiknir. Ekki bara vegna Covid-19 heldur líka í ljósi þess að sveitarfélögin eiga engra annarra kosta völ en að endurskoða hlutverk sitt í breyttum veruleika á 21. öldinni,“ sagði Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar á fjármálaráðstefnunni í morgun.
Afkoma sveitarfélaga og horfur
Við stöndum frammi fyrir einni mestu niðursveiflu í efnahagsmálum heimsins. Við stöndum frammi fyrir óvissu af einstakri tegund. Við stöndum frammi fyrir ósýnilegum óvini sem gæti verið í mér eða þér eða í okkur öllum.
Kjaradeilu við Félag grunnskólakennara vísað til ríkissáttasemjara
Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) sleit í gær kjaraviðræðum við Félag grunnskólakenna (FG) og hefur vísað deilunni til sáttameðferðar ríkissáttasemjara.
Fjármálaráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga í skugga COVID 19
Óhætt er að segja að upphaf fjármálaráðstefnu Sambands sveitarfélaga hafi verið sérstakt þegar opnað var fyrir streymi á frá henni á netinu í morgun. Í fyrsta lagi fór ráðstefnan að þessu sinni öll fram á netinu vegna COVID faraldursins en hins vegar var greint frá þeim tíðindum strax í upphafi að gengið hefði verið frá samkomulagi við ríkið um aukinn stuðning við sveitarfélögin vegna COVID faraldursins.
Ríkissjóður ber hitann og þungann af öllum mótvægisaðgerðum vegna COVID 19
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fór vítt yfir sviðið þegar hann ávarpaði fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið, samgönguáætlun, fjarskiptainnviðir, loftbrú og endurskoðun byggðaáætlunar voru allt málaflokkar sem ráðherra fjallaði um, en eðli málsins samkvæmt voru fjármálin í brennidepli.
Þetta er ekki búið
Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arionbanka fjallaði um efnahagshorfurnar 2020-2022 í erindi sem hún nefndi „Þetta er ekki búið“. Þar kom fram að samdráttur landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi var talsvert minni en spáð hafði verið eða 9% en bæði spár Seðlabankans í maí og Arionbanka í júní gerðu ráð fyrir 15% samdrætti á öðrum ársfjórðungi.
Áhrif COVID á sveitarfélög og ríki
Í ræðu sinni á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun sagði Karl Björnsson framkvæmdastjóri sambandsins að allar spár bæði ríkis og sveitarfélaga sem gerðar voru í upphafi ársins hafi raskast verulega vegna áhrifa af COVID 19 faraldrinum.
Samkomulag við ríkið um aukin framlög
Í setningarávarpi Aldísar Hafsteinsdóttur formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga við upphaf Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag kom fram að sambandið hefur náð samningi við ríkið um aukin fjárstuðning við sveitarfélögin í landinu vegna áhrifa COVID-19 ástandsins á fjárhag sveitarfélaganna.
Víðtækur stuðningur við norræn sveitarfélög
Nú eru um sjö mánuðir síðan að fyrsta tilfelli Covid-19 veirunnar var greint á Íslandi. Ekki þarf að fjölyrða um þau áhrif sem heimsfaraldurinn hefur haft á íslenskt samfélag, en nefna má verulega aukið atvinnuleysi, sögulegan samdrátt í landsframleiðslu, tekjutap og kostnaðarauka hins opinbera.
Umsögn um fyrirhugaðar breytingar á skipulagslögum
Sambandið hefur veitt umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um frumvarp um fyrirhugaðar breytingar á skipulagslögum. Með frumvarpinu er kveðið á um heimild til að unnið verði sérstakt raflínuskipulag sem tekur til svæðis þvert á sveitarfélagamörk til að auðvelda og flýta fyrir uppbyggingu flutningskerfis raforku.
Tvær nýjar Eurydice skýrslur um skipulag og lengd skólastarfs í Evrópu
Út eru komnar tvær samanburðarskýrslur á vegum Eurydice: The Organisation of School Time in Europe Primary and General Secondary Education 2020/21 og The Organisation of the Academic Year in Europe 2020/21.
Tilnefningar til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands viðurkenningu til einstaklinga, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
„Málefni flóttamanna eru flókin og núverandi kerfi virkar ekki“
Sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í stefnuræðu sinni á dögunum.
Fjárhagsstaða sveitarfélaga versnar til muna
Árshlutauppgjör stærstu sveitarfélaganna fyrir fyrri hluta árs 2020