Fréttir og tilkynningar

Félag grunnskólakennara samþykkir kjarasamning

Félag grunnskólakennara hefur samþykkt kjarasaming við Samband íslenskra sveitarfélaga með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á kjörskrá voru 5.305, atkvæði greiddu 3.642 af þeim sögðu 2.667 já eða 73,23%.

Lesa meira

Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum

Síðastliðinn mánudag fundaði samráðshópur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin undir yfirskriftinni Loftslagsmál – Hvaða verkfæri þurfa sveitarfélögin til að draga úr losun?

Lesa meira

Netöryggismánuðurinn

Október er á hverju ári helgaður netöryggismálum í mörgum löndum Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi málaflokksins og hvetja til þess að viðburðir á sviði netöryggismála yrðu haldnir í mánuðinum.

Lesa meira

Markmið ESB um sjálfbærni og orkunýtingu bygginga

Framkvæmdastjórn ESB leggur mikla áherslu á að ráðist verði í auknar aðgerðir varðandi sjálfbærni og orkunýtni bygginga. Á þessu ári fer fram samráð við hlutaðeigandi aðila varðandi málið, hversu langt eigi að ganga, hversu hratt og hvað skili mestum árangri.

Lesa meira

Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2019

Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla árið 2019. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga. Sérskólar eru því ekki meðtaldir.

Lesa meira

Hringrásarhagkerfið sett á oddinn í borgum Evrópu

Það þarf að hraða innleiðingu hringrásarhagkerfisins í Evrópu. Þetta er megininntak yfirlýsingar sem hátt í 30 evrópskar borgir hafa undirritað.

Lesa meira

Sameinað sveitarfélag á Austurlandi

Sveitarstjórn Sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi kom saman til fyrsta fundar miðvikudaginn 7. október sl. Á fundinum var m.a. staðfest ráðning Björns Ingimarssonar sem sveitarstjóra hins sameinaða sveitarfélags, auk annarra embætta, s.s. forseta sveitarstjórnar og formanns byggðaráðs.

Lesa meira

Unnið að gerð verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum

Samstarfsvettvangur sveitarfélaga um loftslagsmál og Heimsmarkmiðin var stofnaður 19. júní 2019. Í dag hafa hátt í 50 sveitarfélög tekið undir stofnyfirlýsingu vettvangsins og þar eru skráðir um 80 tengiliðir sem fá boð á fundi vettvangsins.

Lesa meira

Sveitarfélög og stefnumörkun ríkisins um gervigreind

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að vinna tillögur að stefnumörkun um gervigreind. Í því ljósi er vert að rifja upp að Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktaði um málefni tengd gervigreind á fundi sínum í júní 2019.

Lesa meira

Viðmiðunargjaldskrá grunnskóla 2020

Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2020/2021.

Lesa meira

Meðhöndlun úrgangs á neyðarstigi

Í gildi er áætlun Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs á neyðarstigi. Þann 5. október sl. gaf stofnunin út tilmæli sem send voru öllum sveitarfélögum, heilbrigðiseftirlitum og rekstraraðilum sem koma að meðhöndlun úrgangs um að unnið sé eftir neðangreindum verklagsreglum vegna smithættu af úrgangi og meðhöndlun úrgangs.

Lesa meira

Evrópskir sveitarstjórnarmenn ræða sameiginlegar áskoranir og viðbrögð vegna Covid

Sambandið á aðild að CEMR sem eru hagsmunasamtök landssambanda sveitarfélaga og svæða í Evrópu. Meginhlutverk samtakanna er hagsmunagæsla gagnvart ESB og þekkingarmiðlun á milli evrópskra sveitarfélaga. Covid hefur umbylt starfsemi samtakanna. Allir fundir fara nú fram á netinu og Covid málefni eru í forgrunni.

Lesa meira

Samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag grunnskólakennara undirrita nýjan kjarasamning

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning í gær, 7. október. Samningurinn er í samræmi við lífskjarasamninga sem gerðir hafa verið við önnur stéttarfélög.

Lesa meira

Neikvæð áhrif Covid-19 á landsframleiðslu í Evrópu

Í úttekt sem hugveitan Bruegel birti nýverið má sjá að Ísland er langt frá því að vera eitt á báti þegar kemur að áhrifum Covid-19. Þar er spáð 4-11% samdrætti landsframleiðslu meðal ríkja ESB.

Lesa meira

Forvarnardagurinn 2020

Miðvikudaginn 7. október verður Forvarnardagurinn 2020 haldinn í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins.

Lesa meira

Tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna 2020

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 13. nóvember nk. Íslensku menntaverðlaunin voru síðast veitt árið 2012 en þá höfðu þau verið veitt árlega frá árinu 2005.

Lesa meira

Á hvaða róli erum við með skólann?

Áfram verður þráðurinn spunninn í kjölfar Skólaþings sveitarfélaga 2019. Annar morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál verður haldinn mánudaginn 12. október 2020. Fundurinn stendur frá kl. 08:30-10:10.

Lesa meira

Samkomulag um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025

Fyrir helgi var skrifað undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025.

Lesa meira