Fréttir og tilkynningar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í endurreisn hagkerfa Evrópu
Apostolos Tzitzikostas, forseti Svæðanefndar Evrópusambandsins, ræddi í nýlegu viðtali mikilvægi sveitarstjórna þegar kemur að endurreisn hagkerfa Evrópu. Því sé gríðarlega mikilvægt að sveitastjórnarstigið sé haft með í ráðum við framkvæmd Covid-19 efnahagspakka ESB, s.k. „Recovery and Resilience Facility“.
Bók um fjórar evrópskar borgir sem hafa innleitt nýjungar í íbúaþátttöku
Danska fræðikonan og ráðgjafinn Anne Tortzen gaf nýlega út bók um nýsköpun í lýðræðismálum,
Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum 2019
Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígldi leikskólabarna eftir stærð leikskóla árið 2019. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna leikskóla sveitarfélaga.
Merkilegar merkingar
FENÚR, fagráð um endurvinnslu og úrgangs, býður til fundar um bætta úrgangsstjórnun á Íslandi miðvikudaginn 11. nóvember kl. 13:00 og stendur fundurinn til kl. 14:30. Fundurinn kallast Merkilegar merkingar– komum á samræmdum merkingum í úrgangsmálum!
Stafrænt ráð sveitarfélaganna hefur hafið störf
Í byrjun ágústmánaðar óskaði Samband íslenskra sveitarfélaga eftir því að við landshlutasamtök sveitarfélaga að tilnefna fulltrúa landshlutanna og Reykjavíkurborgar inn í stafrænt ráð til að styðja við stefnumótun og forgangsröðun um stafræna framþróun sveitarfélaga og að til verði samstarf sveitarfélaga á landsvísu um þau mál.
Heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga framlengd til 10. mars
Heimild sveitarstjórna til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að tryggja starfshæfi sitt og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélags, á grundvelli VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, hefur verið framlengd til 10. mars 2021.
Nordplus Junior – Styrkir fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla
Starfar þú við menntun í skóla? Viltu fara í samstarf við skóla á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum? Nordpus Junior býður styrki til náms, þjálfunar og samstarfsverkefna fyrir leik- grunn- og framhaldsskóla.
Staðgreiðsla útsvars 2020
Nú liggja fyrir tölur um greitt útsvar í staðgreiðslu frá janúar til október á þessu ári. Um er að ræða útsvar sem lagt er á tekjur sem aflað var á fyrstu 9 mánuðum ársins, þar sem álagt útsvar í janúar er vegna tekna í desember 2019 og þær tekjur færast í ársreikning 2019.
Árbók sveitarfélaga 2020 komin út
Út er komin 36. árgangur Árbókar sveitarfélaga. Árbókin hefur í gegnum tíðina verið vinsæl meðal sveitarstjórnarfólks sem og margra annarra er láta sig sveitarstjórnarmál varða. Bókin er þægileg til uppflettingar og samanburðarrannsókna enda má finna þar ýmiskonar tölfræði úr rekstri og starfsemi sveitarfélaga á árinu 2019.
Breyttar reglur: Börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem felur í sér að börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu.
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, sem gildi tekur næstkomandi þriðudag 3. nóvember.
Hjúkrunarfræðingar samþykkja kjarasamning
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélag í atkvæðagreiðslu sem fór fram dagana 28. október kl. 10:00 til 30. október kl. 15:00.
Viðmiðunargjaldskrá leikskóla 2020
Út er komin viðmiðunargjaldskrá vegna leikskóladvalar utan lögheimilissveitarfélags vegna skólaársins 2020/2021.
Loftslagsvænar framfarir í kjölfar COVID-19
Loftslagsráð og sendiráð Bretlands á Íslandi bjóða til málfundar um loftslagsmál þriðjudaginn 10. nóvember kl. 14:30 til 16:00 í beinu streymi á netinu. Tilgangur fundarins er að hvetja til samstöðu og ábyrgðar stjórnmálamanna, atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra þegar kemur að loftslagsmálum.
ESB bindur vonir við skyndipróf og bóluefni
Covid-19 farsóttin hefur verið á uppleið hvarvetna í Evrópu síðustu vikur og á blaðamannafundi í kjölfar leiðtogafundar ESB þann 29. október síðastliðinn sagði Charles Michel, forseti ráðherraráðs ESB, að umræður fundarins hefðu einkum snúist um samræmdar aðgerðir tengdar sýnatöku og rakningu annars vegar og dreifingu bóluefnis hins vegar.
Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi 31. október
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi laugardaginn 31. október. Sömu reglur munu gilda um allt land. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis.
Helstu kröfur sambandsins í umsögn um fjármálaáætlun og fjárlagafrumvarp
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent fjárlaganefnd umsögn um fjármálaáætlun 2021-2025 og fjárlagafrumvarp 2021. Í umsögninni er komið víða við.
Ályktun Evrópusamtaka sveitarfélaga um félagsleg réttindi íbúa Evrópu
Starfsáætlun framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2020 byggir á sex forgangsmálum. Eitt þeirra fjallar um „Efnahagskerfi sem sinnir þörfum almennings“ en þar skipa félagsleg réttindi stóran sess. Sérfræðinganefnd á vegum Evrópusamtaka sveitarfélaga, sem fjallar um málefni sem snúa að sveitarfélögum sem vinnuveitendur, fundaði um málið 20. október 2020.