Fréttir og tilkynningar

Nýtt og samræmt merkingakerfi fyrir úrgang

Fenúr – fagráð um endurnýtingu og úrgang hefur unnið að þýðingu og staðfæringu á nýju og samræmdu norrænu merkingakerfi fyrir úrgang. Samræmt, einfalt og gott merkingakerfi er mikilvægt til að stuðla að betri flokkun og styður við bætta úrgangsstjórnun á Íslandi. Mikilvægur hlekkur í hringrásarhagkerfinu.

Lesa meira

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2021-2022

Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2021-2022 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 136 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar leyfði að veitt yrðu 50 námsleyfi.

Lesa meira

Sjálfbærni og norræn sveitarfélög – Fyrirlestrar á vegum Nordregio

Eru málefni tengd sjálfbærni og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á þínu borði? Næstu þrjá mánuði mun Nordregion standa fyrir röð fyrirlestra sem ber heitið „Taking the 2030 Agenda to the local level: How to reach the goals and measure success in municipalities and regions?“.

Lesa meira

Lúðvík Geirsson nýr formaður Hafnasambands Íslands

Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, var kjörinn formaður Hafnasambands Íslands á hafnasambandsþingi sem haldið var fyrr í dag. Var þetta fyrsta rafræna hafnasambandsþingið í rúmlega 50 ára sögu hafnasambandsins og var Lúðvík kjörinn með 97,3% greiddra atkvæða.

Lesa meira

Sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir vegna áhrifa COVID-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Lesa meira

Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga 2019

Út er komið upplýsingaritið „Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga 2019“. Þar er að finna ýmsar lykiltölur um fjármál, grunnskóla, leikskóla og félagsþjónustu. Hér um að ræða öðruvísi nálgun á birtingu gagna.

Lesa meira

Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu – lærdómur til framtíðar

Hvað getum við lært af Covid-19 þegar kemur að því að veita opinbera þjónustu og hvaða tækifæri hefur heimsfaraldurinn skapað til þess að bæta þjónustuna? Þetta er meginumræðuefni á Nýsköpunardegi hins opinbera sem haldinn verður 21. janúar 2021 en yfirskift dagsins er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu – lærdómar til framtíðar.

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta 2015-2019

Út er komin greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál þar sem gerð er grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra árin 2015-2019. Upplýsingarnar í greinargerðinni byggjast að mestu á árlegum greinargerðum landshlutasamtakanna til stýrihópsins.

Lesa meira

Reykjavíkurborg vinnur að lýðræðistefnu í samráði við íbúa

Ekki mörg íslensk sveitarfélög hafa sett sér lýðræðisstefnu. Það er því áhugavert fyrir þau að kynna sér vinnu borgarinnar og fylgjast jafnvel með samráðsfundi um stefnumótunina sem mun fara fram 25. nóvember nk.

Lesa meira

Jafnréttisstofnun Evrópu – Höfum við efni á því að bíða í 60 ár?

Ef þróun jafnréttismála innan ríkja ESB heldur áfram á sama hraða og undanfarin ár þá verðum við að bíða í 60 ár eftir því að jafnrétti kynjanna verði að veruleika. Þessa niðurstöðu er að finna í árlegum kynjamælikvarða Jafnréttisstofnunar Evrópu.

Lesa meira

Bara piss, kúk og klósettpappír í klósettin

Á hverju ári koma um 120 tonn af ýmsum óæskilegum úrgangi í hreinsistöðvar Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík. Það þýðir að hálft kíló af rusli fer í klósettin eða niðurföll á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu! Þá er óupptalið hvað safnast í fráveitukerfi annars staðar á landinu.

Lesa meira

Ráðstefnan sem dróst á langinn

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2020 dróst sannarlega á langinn. Hún var sett 1. október í stafrænum heimi og hélt áfram 2. dag mánaðarins með hefðbundnum ávörpum og erindum. Síðan tóku við málstofur um fjármál sveitarfélaga – auðvitað á vefnum – sem haldnar voru alla föstudaga októbermánaðar, fjórar talsins og ein í nóvember. Víða hefur verið komið við á þessum málstofum.

Lesa meira

Tilslakanir í leik- og grunnskólastarfi: Minni grímuskylda og óheft útivist

Samkvæmt nýrri reglugerð sem gildi tekur á morgun verða nemendur 5.–7. bekk grunnskóla undanþegin grímuskyldu og 2 metra nálægðartakmörkunum, líkt og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn. Grímuskylda kennara gagnvart börnum á leikskólaaldri og nemendum í 1.-7. bekk er einnig afnumin.

Lesa meira

Skipulagsmál í brennidepli

Drög að tillögu að viðauka við landskipulagsstefnu 2015-2026 hafa verið lögð fram á vef Skipulagsstofnunar. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála og tekur hún eftir atvikum til allra viðfangsefna gildandi landsskipulagsstefnu.

Lesa meira

Frásögnum safnað um skólastarf í samkomubanni

Nú stendur yfir söfnun upplýsinga um reynslu fólks af skólahaldi á tíma COVID-19. Þá er átt við alla þætti sem snerta nám og kennslu á þessum tíma. en einnig aðra þætti sem hafa haft áhrif á nemendur, foreldra, kennara, stjórnendur auk annarra starfsmanna skóla á öllum skólastigum

Lesa meira

Kynningarfundur á vegum Uppbyggingarsjóðs EES – Tækifæri til þátttöku í sveitarstjórnaráætlun Pólands

Þann 2. desember verður haldinn kynningarfundur fyrir Sveitarstjórnaráætlun Pólands. Áætlunin er fjármögnuð af Uppbyggingarsjóði EES og eitt af markmiðum áætlunarinnar er að stuðla að samstarfi pólskra, íslenskra og norskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Aðlögun að loftslagsbreytingum – Námskeið á vegum Evrópusamtaka sveitarfélaga

Þann 4. desember standa Evrópusamtök sveitarfélaga fyrir námskeiðinu „Training academy for politicians on adaptation“. Námskeiðið er ætlað fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélaga og sérfræðinga sveitarfélaga sem vinna við loftslagstengd málefni.

Lesa meira

Afhending Íslensku menntaverðlaunanna

Tilkynnt var um verðlaunahafa Íslensku menntaverðlaunanna sl. föstudag. Þeim er ætlað að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Lesa meira