Fréttir og tilkynningar

Reglugerð um stuðning við bætt aðgengi fatlaðs fólks

Í Samráðsgátt liggja nú frammi til umsagnar drög að nýrri reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í drögunum er lagt til að fasteignasjóðnum verði heimilt á árunum 2021 og 2022 að úthluta samtals 363 milljónum króna í sérstök framlög sem nema 50% af heildarkostnaði tiltekinna framkvæmda sem lúta að ákveðnum verkefnum.

Lesa meira

Leiðir að aukinni heilsueflingu aldraðra

Starfshópur sem falið var að móta tillögur um heilsueflingu aldraðra hefur skilað skýrslu með tillögum sínum. Í niðurstöðum starfshópsins kemur fram að ríki og sveitarfélög þurfa að taka höndum saman til að stuðla að aukinni heilsueflingu aldraðra, hvort sem hún snýr að þjálfun, endurhæfingu eða félags- og tómstundastarfi.

Lesa meira

Helstu mál á vettvangi ESB árið 2021

Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2021. Í ritinu er að finna yfirlit yfir helstu mál á vettvangi ESB árið 2021 sem varða íslensk sveitarfélög.

Lesa meira

Umsögn um grænbók um byggðamál

Grænbók um byggðamál hefur verið til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda en umsagnafrestur rennur út í dag, 25. janúar. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er lögð áhersla á virkt samráð um málið þvert á ráðuneyti og þvert á stjórnsýslustig til að tryggja breiða aðkomu og sátt um áætlunina og leggja sérstaka áherslu á hvernig byggða áætlun geti stutt við slíkt samstarf.

Lesa meira

Fundir með sveitarfélögum um meðhöndlun úrgangs og hringrásarhagkerfið

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur leitað eftir samtali við sambandið um fundi með sveitarfélögum um drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 (mál 6/2021) og drög að breytingu á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis (mál 11/2021) en bæði þessi mál hafa birst nýlega í samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir

Stjórn Námsleyfasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla vegna endurmenntunarverkefna skólaárið 2021-2022. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2021.

Lesa meira

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Velferðarnefnd Alþingis er nú með frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í umsagnarferli. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur haft víðtækt samráð við sveitarfélögin og starfsmenn þeirra í gerð umsagnar þess. Meðal annars var bryddað uppá þeirri nýjung að halda fjarfund þar sem hátt í 130 manns tóku þátt.

Lesa meira

5,5 milljarðar á tíu árum í framkvæmdir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Frá stofnun Framkvæmdasjóðs ferðamanna árið 2011 hefur 5,5 milljörðum króna verið úthlutað til stórra og smárra verkefna um land allt. Verkefnin snúa að náttúruvernd og öryggi, uppbyggingu ferðamannastaða og hönnunar og skipulags.

Lesa meira

Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna nú aðgengilegt á 40 tungumálum

Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað hratt hér á landi og mikil þörf hefur verið fyrir matstæki til að meta námslega stöðu þeirra. Slíkt heildstætt matstæki er nú komið í notkun, á íslensku og um 40 öðrum tungumálum og er það aðgengilegt öllum á vef Menntamálastofnunar.

Lesa meira

Upplýsingasíða vegna hamfaranna á Seyðisfirði

Sett hefur verið upp sérstök upplýsingasíða á vefsvæðinu Ísland.is vegna hamfaranna sem urðu á Seyðisfirði í desember sl. Þar er að finna upplýsingar um verkefni á vegum stjórnvalda og ýmissa stofnana sem þegar eru í framkvæmd og eru fyrirhuguð vegna hamfaranna.

Lesa meira

Fundur um stuðning ríkisins vegna fráveituframkvæmda

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka boða til sameiginlegs fundar um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 14. janúar kl. 13:00 í gegnum Microsoft Teams forritið.

Lesa meira

Frumvarp tengt sveitarfélögum og Covid-19

Í samráðsgátt stjórnvalda var til umsagnar drög að frumvarpi er snýr að breytingum á ýmsum lögum tengdum sveitarfélögum og Covid-19 og má þar finna drög að frumvarpi ásamt umsögnum.

Lesa meira

Meðhöndlun úrgangs í brennidepli

Fyrirséð er að úrgangsmál verða afar fyrirferðarmikil í umræðum á sveitarstjórnarstigi næstu vikurnar. Fjölsóttur fjarfundur um brennslu úrgangs, sem haldinn var 11. janúar, í samstarfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, samráðsvettvangs sorpsamlaga á SV-horni landsins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins bendir til brennandi áhuga á þessum málaflokki. Margar knýjandi ákvarðanir bíða sveitarstjórna og ljóst er að þörf fyrir breitt samstarf er mikil.

Lesa meira

Útsvar í staðgreiðslu hækkar um 4% milli ára

Útsvar sem innheimt var í staðgreiðslu á tímabilinu frá febrúar til desember 2020 var 4% hærra en á sömu mánuðum í fyrra.

Lesa meira

Grunnnámskeið fyrir starfsfólk í vaktavinnu

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður starfsfólki í vaktavinnu hjá sveitarfélögum, Reykjavíkurborg, ríki, og á sjálfseignarstofnunum að koma á grunnnámskeið í betri vinnutíma í vaktavinnu.

Lesa meira

Skráning hafin á Nýsköpunardaginn 2021

Nýsköpunardagur hins opinbera verður haldinn í annað sinn 21. janúar næstkomandi en yfirskrift dagsins í ár er Áhrif Covid-19 á opinbera þjónustu: Lærdómar til framtíðar. Um fjarviðburð er að ræða sem hægt verður að fylgjast með í streymi milli klukkan 9 og 11:30. Skráning er hafin en þátttaka í deginum er ókeypis.

Lesa meira

Álagning fasteignaskatta lækkar

Tekjur af fasteignasköttum svara til um 13-15% af heildartekjum sveitarfélaga og eru fasteignaskattar næst mikilvægasti tekjustofn sveitarfélaga – á eftir útsvarstekjum. Fasteignaskattar eru lagðir á í þremur flokkum. Í A-flokki eru íbúðarhúsnæði, í B-flokki fasteignir hins opinbera og í C-flokki atvinnuhúsnæði.

Lesa meira

Grænbók um byggðamál í Samráðsgátt

Grænbók um byggðamál er komin í Samráðsgátt. Grænbókinni er ætlað að veita upplýsingar um núverandi stöðu byggðamála. Í henni er leitast við að svara því hvernig núgildandi byggðaáætlun hefur reynst og hverjar séu helstu áskoranir næstu 15 ára. Þá eru þar einnig sett fram lykilviðfangsefni og áherslur og lagðar til leiðir til að fylgja þeim eftir. Umsagnarfrestur er til 25. janúar 2021.

Lesa meira