Fréttir og tilkynningar

Umsögn um lagafrumvarp og stefnu um vindorku

Sambandið hefur veitt umsögn í samráðsgátt um drög að breytingum á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun ásamt skilabréfi starfshóps þriggja ráðuneyta sem vann að tillögum um meðferð vindorku innan verndar- og orkunýtingaráætlunar, og drögum að þingsályktun um meginreglur og viðmið við mat á vindorkukostum.

Lesa meira

Styrkir til sveitarfélaga í dreifðum byggðum

Byggðastofnun auglýsir styrki til sveitarfélaga vegna áskorana sem fylgt hafa COVID-19 í félagsþjónustu og barnavernd í dreifðustu byggðum landsins. Veittar eru 14 m.kr. Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021.

Lesa meira

Dagur íslenska táknmálsins 11. febrúar

Dagur íslenska táknmálsins er 11. febrúar ár hvert. Að þessu sinni verður óhefðbundin dagskrá vegna samkomutakmarkana á Covid-19 tímum.

Lesa meira

Öðruvísi öskudagur

Almannavarnir í samvinnu við Embætti landlæknis og Heimili og skóli hafa tekið saman leiðbeiningar vegna öskudagsins, 17. febrúar nk.

Lesa meira

Kveikjum neistann!

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Vestmannaeyjabær, Háskóli Íslands og Samtök atvinnulífsins staðfestu vilja sinn til samstarfs um undirbúning og framkvæmd þróunar- og rannsóknarverkefnis í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum með það að markmiði að efla læsi og bæta líðan nemenda, með sérstakri áherslu á stöðu drengja.

Lesa meira

Starf móttökuritara hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir stöðu móttökuritara á rekstrar- og útgáfusviði. Móttökuritari starfar ásamt öðru starfsfólki að margþættum og síbreytilegum verkefnum, sem varða starfsemi sveitarfélaga ásamt því að sinna hefðbundnum skrifstofustörfum.

Lesa meira

Dagur leikskólans og Orðsporið 2021

Þann 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í 14. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á Dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Lesa meira

Vefnámskeið um EFTA og EES samninginn

Þriðjudaginn 9. febrúar stendur EFTA skrifstofan í Brussel fyrir vefnámskeiði um EFTA og EES samninginn.

Lesa meira

Hvatt til þverpólitískrar sáttar um Hálendisþjóðgarð

Á fundi stjórnar sambandsins, sem haldinn var 29. janúar sl., var m.a. lögð fram til kynningar umsögn sambandsins um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Umsögn sambandsins byggði m.a. á þeim umræðum sem fram fóru á þremur umræðufundum sem haldnir voru um málið með umhverfis- og auðlindaráðherra og sveitarstjórnarmönnum.

Lesa meira

Lokaúthlutun á Ísland ljóstengt hafin

Fjarskiptasjóður undirbýr nú fyrir hönd ríkisins lokaúthlutanir á styrkjum til sveitarfélaga á grundvelli verkefnisins Ísland ljóstengt, sem er tímabundið landsátak stjórnvalda í ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða.

Lesa meira

Heildarlög um umhverfismat framkvæmda og áætlana í Samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt frumvarp um heildarlög um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Frumvarpið er byggt á tillögu starfshóps um heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Meginmarkmið endurskoðunarinnar er að auka skilvirkni í málsmeðferð og tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu í samræmi við markmið Árósasamningsins.

Lesa meira

Fyrirhugaðar breytingar á lögum er varða jarðir, land og aðrar fasteignir

Forsætisráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda þrjú áformaskjöl er byggja á vinnu  stýrihóps um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu varðandi jarðir, land og aðrar fasteignir. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá sex ráðuneytum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Byggðastofnun, Skipulagsstofnun og Þjóðskrá Íslands, auk tveggja óháðra sérfræðinga á sviði lögfræði.

Lesa meira

Drög að lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun í umsagnarferli

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í samráðsgátt stjórnvalda eru til umsagnar drög að breytingu á lögum nr. 48/2011, um verndar- og orkunýtingaráætlun (málmeðferð virkjunarkosta í vindorku). Upphaflegur umsagnarfrestur um málið var til 5. febrúar en að beiðni sambandsins hefur hann verið framlengdur til 10. febrúar. Sveitarfélög og landshlutasamtök þeirra eru hvött til þess að kynna sér frumvarpið og veita um það umsögn ef þau telja ástæðu til.

Lesa meira

Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú skilað umsögn til velferðarnefndar Alþingis um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og fylgt henni eftir á fundi með nefndinni. Líkt og fram kemur í frumvarpinu er meginmarkmið þess að búa til umgjörð í lögum sem stuðlar að því að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana.

Lesa meira

Opnað á umsóknir um styrki til fráveituframkvæmda

Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 31. mars 2021. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Lesa meira

Stjórn sambandsins fordæmir árás á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka

Stjórn sambandsins fordæmir árás á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka. Á Íslandi eigum við að njóta þess að búa í öruggu og öfgalausu samfélagi. Árásir eins og þessar eru ekki bara árásir á fólk heldur líka lýðræðið og það getum við aldrei liðið hér á landi.

Lesa meira

22. fundur Sveitarstjórnarvettvangs EES EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA fundaði í tuttugasta og annað sinn 28.-29. janúar 2021. Á fundinum, sem fór fram á Teams, var fjallað um hagsmunagæslu vettvangsins á næstu misserum gagnvart Grænum sáttmála ESB (European Green Deal). Þá var fjallað um tillögur framkvæmdastjórnar ESB um setningu tilskipunar um lágmarkslaun í Evrópu.

Lesa meira

Ráðningarstyrkir vinnumálastofnunar

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á heimilt þeirra til að ráða atvinnuleitendur til starfa með styrk frá Vinnumálastofnun. Markmið ráðningarstyrksins er að aðstoða atvinnurekendur þ.m.t. sveitarfélög við að fjölga tækifærum á vinnumarkaði fyrir atvinnuleitendur.

Lesa meira