Fréttir og tilkynningar

Sumarstörf fyrir námsmenn

Líkt og í fyrrasumar stýrir Vinnumálastofnun átaki um sumarstörf fyrir námsmenn. Öll sveitarfélög eiga að hafa fengið sendar upplýsingar frá stofnuninni þar sem þau eru hvött til að hefja undirbúning fyrir átakið, móta störf og verkefni sem geta fallið að því og senda upplýsingar til Vinnumálastofnunar samkvæmt leiðbeiningum frá stofnuninni.

Lesa meira

Ársfundur Byggðastofnunar 2021

Ársfundur Byggðastofnunar verður sendur út frá Sauðárkróki fimmtudaginn 6. maí kl. 13:00. Fundurinn er öllum opinn og gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 15:00.

Lesa meira

Umsögn um frumvarp um hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóða og tilgreinda séreign

Margir sveitarstjórnarmenn muna án efa eftir lagabreytingum og uppgjöri lífeyrisskuldbindinga vegna A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar lífeyrissjóðs árið 2017.

Lesa meira

Handbók vinnuskóla

Umboðsmaður barna hefur gefið út Handbók vinnuskóla 2021. Í handbókinni er einnig að finna leiðbeiningar um endurmat ungmenna á vinnuskólanum og um sjálfsrýni ungmenna, ásamt öðru áhugaverðu efni um starfsemi vinnuskóla.

Lesa meira

Ársfundur NTÍ 2021

Rafrænn fundur Náttúruhamfaratryggingar Íslands verður haldinn 20. maí 2021 kl. 12:00-13:00.

Lesa meira

Málþing um sameiningar sveitarfélaga

Föstudaginn 7. maí nk. efnir Samband íslenskra sveitarfélaga til málþings um sameiningar sveitarfélaga. Málþingið fer fram í gegnum Teams samskiptaforritið og stendur frá kl. 08:30-10:00.

Lesa meira

Ný skýrsla frá Kjaratölfræðinefnd

Föstudaginn 30. apríl 2021, kl. 10.00 -10:40, verður kynnt vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar, samstarfsvettvangs um gerð og hagnýtingu tölfræðigagna um laun og efnahag.

Lesa meira

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2021

Stjórn Námsleyfasjóðs, sem fer með málefni Endurmenntunarsjóðs grunnskóla, hefur lokið úthlutun árið 2021.

Lesa meira

Daggjöldin duga ekki

Samkomulag um að vinna sameiginlega greiningu um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila var gert í lok árs 2019 milli Sjúkratrygginga Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Samningaviðræður þessara aðila um daggjöld höfðu staðið yfir um langt skeið án árangurs og steytti þar m.a. á gögnum um rekstur.

Lesa meira

Nýr vefur – byggingarreglugerd.is

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur opnað sérstakan vef tileinkaðan byggingarreglugerðinni sem finna má á slóðinni byggingarreglugerd.is. Þar er nú hægt að fletta upp á einfaldan hátt í þeim reglum sem gilda um framkvæmdir, leyfi, hönnunargögn og úttektir, svo fátt eitt sé nefnt. Áður var reglugerðina aðeins að finna samsetta í PDF skjali á vef HMS.

Lesa meira

Nýir umræðuhópar um málefni sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stofnað fjóra nýja umræðuhópa á Facebook til að auka samskipti og samráð um einstaka málaflokka.

Lesa meira

Verkfærakista og mælikvarðar um heimsmarkmiðin

Föstudaginn 16. apríl sl. var haldinn fundur fyrir tengiliði í Samstarfvettvangi sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Aðalefni fundarins var að kynna væntanlega verkfærakistu fyrir sveitarfélög um innleiðingu heimsmarkmiðanna á sveitarstjórnarstigi og þróun sameiginlegra mælikvarða fyrir þau.

Lesa meira

Starfshópur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum

Föstudaginn 16 apríl sl. kynnti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í ríkisstjórn áform um að settur yrði á fót starfshópur helstu hagaðila sem falið verði að koma með tillögur um uppbyggingu eldgosasvæðisins í Geldingadölum til skemmri og lengri tíma.

Lesa meira

Skipt búseta barna lögfest

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum sem kveða á um skipta búsetu barna. Lögin öðlast gildi 1. janúar 2022. Markmið laganna er að stuðla að jafnari stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barns og ákveða að ala það upp saman á tveimur heimilum.

Lesa meira

Starfsþjálfun stórefld

Háskóli Íslands, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök atvinnulífsins hafa tekið höndum saman því skyni að stórefla tækifæri til starfsþjálfunar hér á landi.

Lesa meira

Námsstefna um uppbyggingu ferðamannastaða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands efnir til námsstefnu um uppbyggingu ferðamannastaða þriðjudaginn 20. apríl kl. 10:00-15:00. Námstefnunni er ætlað m.a. þeim sem koma að skipulagi hönnun, framkvæmdum og umsjón ferðamannastaða, sem og starfsmönnum sveitarfélaga.

Lesa meira

Barnavernd á tímum COVID-19

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins um barnavernd á tímum COVID-19 fer fram miðvikudaginn 14. apríl 2021 kl. 08:30-10:00. Fundurinn fer fram í gegnum ZOOM forritið.

Lesa meira

Sprotasjóður styrkir 42 verkefni

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2021-2022. Sjóðinum bárust alls 105 umsóknir og var heildarupphæð umsókna rúmlega 302 millj. kr. Veittir voru styrkir til 42 verkefna að upphæð rúmlega 54 millj. kr.

Lesa meira