Fréttir og tilkynningar
Staða jafnréttismála á Íslandi kynnt fyrir evrópskum sveitarstjórnarmönnum
Pólitísk yfirstjórn Evrópusamtaka sveitarfélaga, CEMR, kom saman á veffundi 18. júní sl. Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga tók þátt í fundinum en hún er einn af varaforsetum samtakanna.
Upptaka frá fundi um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum
Á streymisfundi sem haldinn var miðvikudaginn 23. júní var kastljósinu beint að Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum, en umsagnarfrestur í samráðsgátt stjórnvalda um hvítbókina er til 8. júlí n.k.
Ný löggjöf um samþættingu í þágu barna
Þann 11. júní sl. samþykkti Alþingi fjögur frumvörp félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna.
Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum
,,Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum“ verður viðfangsefni streymisfundar þann miðvikudaginn 23. júní kl. 09:00-10:30.
Óskað eftir nokkrum sveitarfélögum til að rýna verkfærakistu í loftslagsmálum
Undanfarna mánuði hefur farið fram vinna við að útbúa verkfærakistu sveitarfélaga í loftslagsmálum sem ætlað er að styðja sveitarfélög við að setja sér loftslagsstefnu í sínum rekstri eins og kveðið er á um í lögum um loftslagsmál.
Viðmið um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga lögfest
Alþingi samþykkti um síðustu helgi stjórnarfrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Yfirlit um afgreiðslu þingmála á vorþingi 2021
Lögfræði- og velferðarsvið sambandsins hefur lagt fram yfirlit um afgreiðslur þingmála á vorþingi 2021.
Ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum
Þann 13. júní sl. samþykkti Alþingi breytingar á barnaverndarlögum sem fela í sér grundvallarbreytingar á uppbyggingu barnaverndar innan sveitarfélaga. Barnaverndarnefndir í núverandi mynd eru lagðar niður og meginábyrgð daglegra verkefna barnaverndar falin barnaverndarþjónustu.
Nýsköpunarvogin 2021
Nýsköpunarvogin er samnorræn könnun á stöðu nýsköpunar hjá hinu opinbera.
Breytingar í þágu barna
Alþingi samþykkti í dag fjögur frumvörp félags- og barnamálaráðherra, sem tengjast málefnum barna.
Upptaka frá kynningarfundi um landsáætlun í skógrækt komin á vefinn
Skógræktin og Samband íslenskra sveitarfélaga efndu til kynningarfundar föstudaginn 11. júní kl. 09:00-10:00. Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti á Teams.
Heildarstefna í úrgangsmálum komin út
Ný heildarstefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum Í átt að hringrásarhagkerfi var gefin út í dag. Stefnan styður við myndun hringrásarhagkerfis á Íslandi og er lykilaðgerð í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi.
Nefndarálit og breytingartillögur við frumvarp um lágmarksíbúafjölda o.fl.
Þann 7. júní var birt nefndarálit ásamt breytingartillögu um frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Drög að stefnu um Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 129/2021, „Hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum — Drög að stefnu“. Umsagnarfrestur er til og með 24.06.2021.
Sameining fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu felld
Ekki verður af sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu en tillaga þess efnis var felld í kosningu á laugardag.
Sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykkt
Íbúar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna í kosningu sem fram fór laugardaginn 5. júní sl.
Leiðbeiningar við byggingarreglugerð
Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) hefur gert leiðbeiningu nr. 3.7.3 við byggingarreglugerð. Stöðuskoðun leyfisveitanda útg. 1.3 , í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök iðnaðarins og Félag Byggingarfulltrúa.
Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna
Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktun, nr. 37/150, um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025