Fréttir og tilkynningar
Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út nánari leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021. Leiðbeiningarnar taka mið af núgildandi reglugerð um takmörkun á samkomum.
Framtíðarsýn ESB fyrir landsbyggðir Evrópu
Evrópusambandið kynnti á dögunum framtíðarsýn ESB fyrir landsbyggðir álfunnar. Af því tilefni sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að það séu landsbyggðirnar sem binda saman samfélög Evrópu og þar sé að finna séreinkenni okkar og efnahagsleg tækifæri.
Skýrsla um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gefið út skýrsluna Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla en hún inniheldur helstu niðurstöður samstarfsverkefnis ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga um fjármögnun grunnskóla hér á landi.
Um greiðslu kostnaðar vegna kosninga
Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis greiðir ríkissjóður nauðsynlegan kostnað við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna, auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, atkvæðakassa og önnur áhöld vegna kosninganna.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á tímum Covid-19 faraldurs
Mikið hefur mætt á sveitarfélögum undanfarin misseri vegna Covid-19 faraldursins. Þrátt fyrir það hafa sveitarfélög ekki misst sjónar á markmiðum sjálfbærrar þróunar.
Skýrsla um nýjustu framtíðarspár um hlýnun jarðar
Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar (IPCC) gaf út sjöttu ástandsskýrslu um loftslagsbreytingar í dag. Nefndin hefur það hlutverk að taka saman vísindalegar, tæknilegar, félags- og efnahagslegar upplýsingar um loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Grænbók í fjarskiptum í samráðsgátt stjórnvalda
Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Forvarnir gegn gróðureldum
Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður.
Nýjar vinnureglur um starfsemi Fasteignasjóðs jöfnunarsjóðs
Nýjar vinnureglur um úthlutanir á vegum Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga tóku gildi 1. júlí sl. á grundvelli reglugerðar um starfsemi fasteignasjóðsins (nr. 280/2021).
Skýrsla um stöðu barna og ungmenna í samgöngum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út skýrslu um stöðu barna og ungmenna í samgöngum.
Þarf þitt sveitarfélag aðstoð úr bakvarðarsveit?
Ef sveitarfélög þurfa aðstoð bakvarðarsveitar velferðarþjónustu, á meðan skrifstofa sambandsins er lokuð, skal hafa beint samband við félagsmálaráðuneytið. Annað hvort með því að hringja í síma 545-8100 eða með því að senda póst á vidbragd@frn.is.
Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð dagana 19. júlí til 2. ágúst vegna sumarfrís starfsmanna.
Ársreikningar sveitarfélaga 2020 A hluti
Niðurstöður liggja nú fyrir um ársreikninga 63 af 69 sveitarfélögum landsins fyrir árið 2020. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.
Nýr gagnagrunnur um íslensk mannvirki
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og félagsmálaráðuneytið hafa ákveðið að hefja uppbyggingu nýrrar mannvirkjaskrár, gagnagrunns um íslensk mannvirki og er gert ráð fyrir að gagnagrunnurinn verði kominn í gagnið 1. júní 2022
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 hefur verið send Alþingi til dreifingar meðal þingmanna.
Ný vefsíða um stafrænt samstarf sveitarfélaga og hugmyndakönnun
Næstum öll sveitarfélög landsins hafa samþykkt að vinna saman að stafrænni umbreytingu. Stafrænt teymi, með þremur starfsmönnum, tók til starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga nú í júní.
Flestir íbúar dreifbýlis hyggja á áframhaldandi búsetur þar
Byggðastofnun hóf á árinu 2019 viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna í samstarfi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá greinargott yfirlit um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar.
Fasteignagjöld viðmiðunareigna
Byggðastofnun hefur fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um allt land. Viðmiðunareignin er einbýlishús sem er 161,1 m2 og 476 m3 á 808 m2 lóð.