Fréttir og tilkynningar

Nýtt yfirlit um fjárhagslega aðstoð vegna sameiningar sveitarfélaga

Nýtt yfirlit um mögulega fjárhagslega aðstoð Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna sameininga sveitarfélaga hefur verið birt á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

Skýrsla gefin út um störf án staðsetningar

Skýrsla um stöðu og framtíðarhorfur verkefnisins Störf án staðsetningar hefur verið gefin út á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis, forsætisráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis. Verkefnið er hluti af byggðaáætlun 2018-2024.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um endurmat á störfum kvenna í Samráðsgátt

Skýrsla starfshóps forsætisráðherra um endurmat á störfum kvenna hefur verið lögð fram til opins samráðs í Samráðsgátt stjórnvalda.

Lesa meira

Vefráðstefna um stafræna umbreytingu

Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu fer fram miðvikudaginn 29. september n.k. frá 09:00-12:30

Lesa meira

Notkun fjarfundabúnaðar og ritun fundargerða sveitarstjórna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar.

Lesa meira

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarstigsins í Evrópu

Evrópuvika sveitarfélaga – European Week of Regions and Cities – fer fram dagana 11.-14. október 2021. Að þessu sinni er hún alfarið á netinu og því kjörið tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn að taka þátt.

Lesa meira

Vefráðstefna sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Sambandið minnir á vefráðstefnu um samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu sem fram fer miðvikudaginn 29. september nk.

Lesa meira

Samantekt um sögu Jafnréttisráðs 1976-2020 komin út

Tekin hefur verið saman saga Jafnréttisráðs frá stofnun þess 1976 fram til árloka 2020 þegar ráðið var lagt niður með nýjum jafnréttislögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Lesa meira

Skilgreining grunnþjónustu

Sambandið vekur athygli sveitarfélaga á því að í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar tillaga frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu um skilgreiningu grunnþjónustu, sem unnin er á grundvelli byggðaáætlunar.

Lesa meira

Námsleyfi grunnskólakennara og skólastjórnenda skólaárið 2022-2023

Námsleyfasjóður hefur opnað fyrir umsóknir um námsleyfi grunnskólakennara og stjórnenda grunnskóla skólaárið 2022–2023.

Lesa meira

Aðalnámskrá grunnskóla aðgengileg á netinu

Opnað hefur verið vefsvæði sem hýsir námskrána adalnamskra.is. Vefsvæðinu er meðal annars ætlað að dýpka umfjöllun um aðalnámskrána, vinna með kennslufræði námsgreina og margt það sem fram hefur komið að skorti í tengslum við stuðning um framkvæmd náms og kennslu.

Lesa meira

Tímalína alþingiskosninga

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á tímalínu helstu dagsetninga í alþingiskosningum 2021.

Lesa meira

Samstarf sveitarfélaga um stafræna umbreytingu

Nær öll sveitarfélög landsins hafa samþykkt að ganga til samstarfs um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og taka þátt í kostnaði vegna stafræns þróunarteymis sambandsins til að vinna að framkvæmd stafrænna samstarfsverkefna sveitarfélaga.

Lesa meira

Breytingar sem efla leikskólastarf

Starfshópur um styrkingu leikskólastigsins hefur skilað lokaskýrslu sinni til ráðherra. Hópurinn leggur fram fjölþættar tillögur um hvernig efla megi skólastarf á leikskólastigi, m.a. um endurskoðun á aðalnámskrá leikskóla, reglugerð um starfsumhverfi leikskóla og byggingarreglugerð.

Lesa meira

Breyttar reglur um sóttkví í skólum

Sóttvarnalæknir hefur endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Með breytingunum má gera ráð fyrir að færri þurfi að sæta sóttkví ef smit kemur upp.

Lesa meira

Skýrsla um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar

Starfshópur um samræmda skiptingu stjórnsýslunnar hefur skilað forsætisráðherra skýrslu sinni. Verkefni hópsins sem var skipaður síðastliðinn vetur var að fara yfir möguleika þess að samræma skiptingu stjórnsýslunnar í umdæmi í þeim tilgangi að bæta yfirsýn og samanburð á ýmsum þáttum íslensks samfélags.

Lesa meira

Að hvaða leyti hafa aðgerðir ESB í loftslagsmálum áhrif á íslensk sveitarfélög?

Loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kom út á dögunum og þar er dregin upp dökk mynd af stöðu mála. Við það tækifæri sagði Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs íslenskra stjórnvalda, að „næsti áratugur verði úrslitaáratugur“.

Lesa meira

Kosningavefurinn kosning.is opnaður

Kosningavefurinn kosning.is er upplýsingavefur fyrir framkvæmd alþingiskosninga 25. sept. 2021.

Lesa meira