Fréttir og tilkynningar
Skrifstofan lokuð 10. maí
Skrifstofur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verða lokaðar föstudaginn 10. maí vegna starfsmannaferðar.
Auglýst eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda
Opnað hefur verið fyrir umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. júlí 2024. Þetta er í fjórða skipti sem fráveitustyrkir eru auglýstir til umsóknar.
Fréttir af samræmdum flokkunarmerkingum
Umhverfisstofnun hefur tekið við innleiðingu á samræmdum flokkunarmerkingum af FENÚR sem hefur séð um verkefnið frá því að merkingarnar voru innleiddar á Íslandi. Ný úttekt á vegum EUPicto sannar enn og aftur jákvætt samband á milli notkunar á samræmdum merkingum og árangurs í flokkun.
Kröfur til hreinsunar fráveitu að aukast
Fráveitutilskipun ESB hefur verið í endurskoðun. Núgildandi tilskipun er frá 1991 og hún var á sínum tíma tekinn inn í EES samninginn og af þeim sökum innleidd á Íslandi. Fastlega má gera ráð fyrir að hið sama muni gilda um endurskoðaða tilskipun.
Leiðbeiningar um endurnýtingu úrgangs í fyllingar birtar
Umhverfisstofnun hefur birt leiðbeiningar um endurnýtingu úrgangs til fyllingar á vefsíðu heimasíðu stofnunarinnar.
Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024
Alls hlutu 250 verkefni styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2024 en úthlutað var úr sjóðnum í síðustu viku.
Kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi
Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á laugardag.
Samstarfssamningur á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála
Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti hafa gert með sér samstarfssamning um verkefni sveitarfélaga á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála.
Þjónustugátt sambandsins
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið í gagnið þjónustugátt til að auka og efla þjónustu við sveitarfélögin.
Funduðu með nýjum innviðaráðherra
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri sambandsins, funduðu með Svandísi Svavarsdóttur, nýjum ráðherra sveitarstjórnarmála, í vikunni.
Ársfundur Byggðastofnunar 2024
Ársfundur Byggðastofnunar 2024 verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl í félagsheimili Bolungarvíkur.
Styrkir til sveitarfélaga vegna barna á flótta – umsóknarfrestur framlengdur
Mennta- og barnamálaráðuneytið leggur fé til stuðnings sveitarfélögum þar sem börn á flótta eru búsett. Styrkurinn nær til allra barna á skólaskyldualdri sem fengið hafa alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum frá 1. janúar 2022.
IMaR 2024 ráðstefnan – sérkjör fyrir sveitarstjórnarfólk
Samband íslenskra sveitarfélaga er samstarfsaðili að IMaR 2024 sem haldin verður dagana 18.-19. apríl nk. á Hilton Reykjavik Nordica. IMaR (Innovation Megaprojects and Risk) ráðstefnan er árleg og er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélagsins.
Menningarborg Evrópu 2030
Íslenskum sveitarfélögum stendur til boða að sækja um að verða eina af þremur menningarborgum Evrópu árið 2030 (e. European Capital of Culture – ECOC).
Veffundur um skattlagningu orkuvinnslu
Kynningarfundur Samtaka orkusveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögur starfshóps um skattlagningu orkuvinnslu. Fundurinn verður haldinn á Teams mánudaginn 22. apríl kl. 11:00.
Undanþága í kennslustörf – breytt verklag
Þann 1. apríl sl. tóku gildi lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, nr. 91/2023. Við gildistökuna var Menntamálastofnun lögð niður og færðust ýmis verkefni sem áður voru hjá Menntamálastofnun yfir til mennta- og barnamálaráðuneytisins.
Ný gögn um íbúafjölda í mælaborðum Byggðastofnunar
Í mælaborði Byggðastofnunar má sjá að mest hlutfallsleg fjölgun íbúa í einu sveitarfélagi á árinu 2023 var í Árneshreppi (13%), Sveitarfélaginu Vogum (12%) og Fljótsdalshreppi (12%).
Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2024
Byggðastofnun hefur fengið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) til að reikna út fasteignamat á sömu viðmiðunarfasteigninni um land allt.