Fréttir og tilkynningar

Starf lögfræðings laust til umsóknar

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða tímabundið lögfræðing á lögfræði- og velferðarsviði.

Lesa meira

Nordregio Forum 2021 – Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græna umbreytingin

Áhrif fjarvinnu á byggðaþróun og græna umbreytingin eru aðalmálefnin á dagskrá árlegrar ráðstefnu norrænu byggðastofnunarinnar, Nordregio, sem verðu haldinn á netinu 23.-24. nóvember nk.

Lesa meira

Mælaborð um stöðu aðgerða í forvarnaáætlun

Forsætisráðuneytið hefur birt á vefsíðu sinni mælaborð aðgerða samkvæmt forvarnaáætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni meðal barna sem Alþingi samþykkti á síðasta ári.

Lesa meira

Skiptar skoðanir um fyrirhugaða breytingu á úthlutun tekjujöfnunarframlaga

Alls bárust sex umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda um fyrirhugaða breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en umsagnarfrestur rann út í gær, 20. október.

Lesa meira

Upplýsingar um réttinn til bólusetningar á 13 tungumálum

Bólusetningar hafa gengið vel á Íslandi, en mikilvægt er að halda íbúum upplýstum um réttinn til bólusetninga og hvar hægt er að fá bólusetningu.

Lesa meira

Áhættumat kennsluhugbúnaðar

Á stafrænu vefsíðu sveitarfélaga er að finna áhættumat kennsluhugbúnaðar. Áhættumatið var unnið í samstarfi við Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópavog og Reykjavík sumrin 2020 og 2021.

Lesa meira

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Í Samráðsgátt stjórnvalda er að finna drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsagnarfrestur rennur út í dag, 20. október.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Lýðheilsusjóð 2022 og er frestur til þess að sækja um til 15. nóvember 2021.

Lesa meira

Mataraðstoð – ný framtíðarsýn?

Velferðarvaktin stendur að málþinginu Mataraðstoð – ný framtíðarsýn? þriðjudaginn 26. október kl.9:30-11:45 í Hvammi, Grand hóteli. Málþingið er opið öllum og er þátttaka gjaldfrjáls. Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Lesa meira

Dómur Landsréttar skýrir réttarstöðu sveitarfélaga vegna NPA samninga

Þann 8. október sl. kvað Landsréttur upp dóm í máli sem varðaði meint brot sveitarfélags á umsækjanda um notendastýrða persónulega aðstoð.

Lesa meira

Talning atkvæða í þingkosningum

Að loknum alþingiskosningunum hefur töluvert verið rætt um hve atkvæðatalningin tók langa tíma. Það er svo sem ekkert nýtt og hefur verið viðvarandi í undangengnum kosningum.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til umsagnar í samráðsgátt

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í Samráðsgátt stjórnvalda eru opin til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 20. október nk.

Lesa meira

Hringrásarhagkerfið verður að veruleika

Sú hugarfarsbreyting að rusl sé í raun og veru ekki úrgangur heldur hráefni sem ber að ganga vel um og koma aftur inn í hringrásarhagkerfið er orðin ríkjandi á flestum heimilum og fyrirtækjum í dag.

Lesa meira

Heimsfaraldur í heimabyggð og borg

Áhrif covid á efnahag og samfélag lagðist misþungt á sveitarfélög á landinu og viðbrögðin voru misjöfn.

Lesa meira

Miklar áskoranir fram undan í rekstri sveitarfélaga

Framsögumenn á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem hófst í morgun, beindu sjónum sérstaklega að áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og þeim áskorunum sem blasa við.

Lesa meira

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga í beinni útsendingu

Bein útsending verður frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fram fer dagana 7. – 8. október.

Lesa meira

Sjö verkefnastyrkir til almenningssamgangna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.

Lesa meira

Tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna 2021

Íslensku menntaverðlaunin verða afhent 10. nóvember nk.

Lesa meira