Fréttir og tilkynningar
Afkoman slök en betri en reiknað var með
Hag- og upplýsingasvið sambandsins hefur tekið saman ársreikninga tíu stærstu sveitarfélaga landsins fyrir árið 2021. Um er að ræða A-hluta en þar er um að ræða verkefni sem eru að stærstum hluta fjármögnuð með sköttum.
Benedikt Þór Valsson látinn
Samstarfsfélagi okkar og vinur, Benedikt Þór Valsson hagfræðingur, lést á heimili sinu fimmtudaginn 28. apríl sl.
Frestun á gildistöku breytinga á barnaverndarlögum
Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti um mitt ár 2021 átti ný skipan barnaverndarmála hjá sveitarfélögum að taka gildi þann 28. maí 2022.
Tæplega tvö prósent þjóðarinnar í framboði
Þegar rýnt er í framboð vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí nk. má sjá að 6.367 einstaklingar, eða 1,7% þjóðarinnar, eru í framboði til setu í sveitarstjórnum landsins en um er að ræða 470 sæti sem eru í boði í sveitarfélögunum 64.
Upptaka frá fundi um stafrænar áskoranir frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum
Þann 7. apríl síðastliðinn héldu Fjarskiptastofa, Fjölmiðlanefnd, Landskjörstjórn, lögreglan, netöryggissveitin CERT-IS og Persónuvernd sameiginlegan rafrænan fund um stafrænar áskoranir frambjóðenda í aðdraganda kosninga.
Kjörnum fulltrúum mun fækka um 17
Eftir því sem næst verður komist mun fulltrúum í sveitarstjórnum landsins fækka um 17 við sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí.
Reykjavík í hópi 100 evrópskra loftslagsborga
Reykjavíkurborg hefur verið valin sem þátttakandi í Evrópusamstarfi um hundrað kolefnishlutlausar og snjallar borgir.
Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?
Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess.
Gátt milli Sveitarstjórnarþingsins og úkraínskra sveitarfélaga
Á vegum Sveitarstjórnarþingsins Evrópuráðsins í Strasbourg hefur verið opnuð rafræn gátt, Cities4Cities, til að koma á tengslum á milli úkranískra sveitarfélaga og sveitarfélaga innan Sveitarstjórnarþingsins.
Grunnskólinn hjá sveitarfélögum í 25 ár: Ávinningar og áskoranir
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á ítarlegri grein sem nýlega birtist í Skólaþráðum, tímariti Samtaka áhugfólks um skólaþróun um flutning grunnskólans til sveitarfélaganna.
Leiðbeiningar til flóttafólks frá Úkraínu um skólagöngu barna
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar til forsjáraðila barna og ungmenna frá Úkraínu um hvernig hefja skuli skólagöngu þeirra hérlendis.
Opið fyrir tilnefningar til foreldraverðlaunanna 2022
Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á að opið er fyrir tilnefningar til Foreldraverðlaunanna 2022.
Nýir samningar um rekstur hjúkrunarheimila
Föstudaginn 8. apríl voru kynntir nýir samningar við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimila á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Kostnaður vegna sveitarstjórnarkosninga
Við gildistöku nýrra kosningalaga verður sveitarfélögum í fyrsta skipti gert að greiða fyrir aðkomu Þjóðskrár Íslands að undirbúningi sveitarstjórnarkosninga.
Tilkynning frá Matvælastofnun um hættu á fuglaflensu
Matvælastofnun beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að fá tilkynningar til sín um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum nema augljóst sé að þeir hafa drepist af slysförum.
Viðmiðunarreglur um framlög sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. mars var ákveðið að viðmið við úthlutun framlaga til stjórnmálasamtaka skyldi vera 189 kr. á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju.
Rafrænn fundur um stafrænar áskoranir frambjóðenda
Fimmtudaginn 7. apríl verður haldinn opinn rafrænn fundur um stafrænar áskoranir frambjóðenda í aðdraganda sveitarstjórnakosninga hinn 14. maí næstkomandi.
Upplýsingar vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí
Birtar hafa verið tvær nýjar reglugerðir um framkvæmd kosninga sem munu gilda við sveitarstjórnarkosningar 14. maí.