Fréttir og tilkynningar

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar komin út

Vorskýrsla Kjaratölfræðinefndar 2022 var kynnt um miðjan júlí. Helgi Aðalsteinsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, á sæti í nefndinni fyrir hönd sambandsins.

Lesa meira

Tvær í framboði til formanns sambandsins

Í gærkvöldi rann út frestur til að bjóða sig fram til formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga og hafa tveir einstaklingar boðið sig fram en það eru Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Lesa meira

Rammasamningur um húsnæðisuppbyggingu

Í dag, 12. júlí, var undirritaður rammasamningur um húsnæðisáætlun til tíu ára. Aðilar að samningnum eru innviðaráðuneyti, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Sérfræðingur í stafrænni umbreytingu

Í boði er áhugavert starf í stafrænu umbreytingarteymi innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Framboðsfrestur til formannskjörs er til 15. júlí

Breytingar voru gerðar á samþykktum sambandsins á seinasta kjörtímabili sem fela í sér að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga verður nú kjörinn með beinni rafrænni kosningu en ekki á landsþingi eins og tíðkast hefur.

Lesa meira

Nýr kjarasamningur við stjórendur slökkviliða

Þann 29. júní sl. undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna nýjan kjarasamning vegna stjórnenda slökkviliða sem gildir frá 1. júní 2022 til 30. september 2023.

Lesa meira

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar komin út

Handbók um framkvæmd úrgangsstjórnunar hefur verið gefin út og er birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar. Um er að ræða vegvísi sveitarfélaga í úrgangsmálum sem fjallar um þær stefnumótandi ákvarðanir og þjónustu sem sveitarstjórnum eru faldar samkvæmt lögum.

Lesa meira

Sérfræðingur í málefnum barna

Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst ráða sérfræðing í málefnum barna

Lesa meira

Starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga

Í mars sl. tók starfshópur um innleiðingu barnaverndarlaga til starfa sem var skipaður af mennta- og barnamálaráðuneytinu.

Lesa meira

Enginn afgangur af rekstri

Hag- og upplýsingasvið hefur nú safnað saman ársreikningum A-hluta 64 af þeim 69 sveitarfélögum sem við lýði voru árið 2021. Í þessum sveitarfélögum búa yfir 99% landsmanna.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk undirrituð

Þann 21. júní sl. undirrituðu félags- og vinnumarkaðsráðherra, heilbrigðisráðherra, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður Landsambands eldri borgara, viljayfirlýsingu um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk.

Lesa meira

Innleiðing aðgerðaáætlunar um geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, mun í haust hefja undirbúning að innleiðingu aðgerðaáætlunar um geðrækt, forvarnir og stuðning við börn og ungmenni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Lesa meira

Byggðaáætlun 2022-2036 samþykkt á Alþingi

Alþingi samþykkti 15. júní sl. þingsályktunartillögu innviðaráðherra um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2022-2026.

Lesa meira

Frumvarp til að rampa upp Ísland

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Í frumvarpinu er Jöfnunarsjóði sveitarfélaga heimilað, á grundvelli samnings, að ráðstafa framlagi úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að upphæð 50 millj. kr. árlega á árunum 2022–2025 til verkefnisins Römpum upp Ísland , í þeim tilgangi að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk á landsvísu.

Lesa meira

Skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum skv. lögum

Jafnréttisstofa vekur athygli sveitarstjórna á ákvæði laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem lúta að skyldum sveitarfélag auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.

Lesa meira

Stóraukin hætta á gróðureldum á Íslandi

Á síðustu árum hefur hættan á gróðureldum aukist talsvert hér á landi vegna vaxandi gróðursældar og breytinga á veðurfari. Ætla má samkvæmt tölfræði HMS að gróðureldar séu orðnir stór áhættuþáttur í náttúrunni hér á landi, enda geta þeir valdið miklu eigna- og manntjóni og kunna að skaða mikilvæga innviði.

Lesa meira

Sambandið styður breytingar á sveitarstjórnarlögum um framkvæmd íbúakosninga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt umsögn um frumvarp innviðaráðherra um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Í umsögninni er mælt með því að frumvarpið verði að lögum á yfirstandandi löggjafarþingi.

Lesa meira

Starfskjör sveitarstjórnarfólks könnuð

Annað hvert ár kannar hag- og upplýsingasvið sambandsins starfskjör sveitarstjórnarfólks. Nú liggja fyrir niðurstöður um kjörin eins og þau voru á árinu 2021 og má finna hér. Upplýsinganna var aflað með rafrænum spurningalista sem 56 sveitarfélög af 69 svöruðu.

Lesa meira