Fréttir og tilkynningar
Fjárfesting í röddum kennara, skólastjórnenda og annars starfsfólks skóla um allt land
Mennta- og barnamálaráðherra í samvinnu við Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga, óskar eftir umsóknum um styrki frá kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki skóla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á því að taka virkan þátt í samráði vegna ritunar frumvarps til nýrra laga um skólaþjónustu.
Framlög Jöfnunarsjóðs árið 2023 vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna
Innviðaráðherra hefur undirritað reglugerð um úthlutun á framlagi til að mæta kostnaði sveitarfélaga vegna samþættingar á þjónustu í þágu farsældar barna á árinu 2023.
Lykiltölur um leik- og grunnskóla
Komið er út yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2021.
Heildarkostnaður sveitarfélaga vegna þessara tveggja skólastiga var um 187 milljarðar króna árið 2021.
Hvað er byggt í hverju sveitarfélagi?
Breyting á reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga kveður á um að húsnæðisáætlanir sveitarfélaga verði samanburðarhæfar. Með því móti er vonast til þess að stuðningur hins opinbera við uppbyggingu húsnæðis verði markvissari og í samræmi við þörf á hverjum tíma.
Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum sveitarfélaga 2021
Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvert heilsdagsígildi leikskólabarna eftir stærð leikskóla árið 2021. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á leikskóla sveitarfélaga.
Jafnrétti í sveitarfélögum – jafnréttisfræðsla
Sveitarfélög hafa margvíslegar skyldur gagnvart íbúum sínum þegar kemur að jafnréttismálum.
Starfsáætlun 2023
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 14. desember sl. voru lögð fram drög að starfsáætlun sambandsins fyrir árið 2023.
Forgangsverkefni að þjónusta við fatlað fólk verði fjármögnuð að fullu
Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og þriggja ráðuneyta um sérstaka viðbótarfjármögnun á þjónustu við fatlað fólk.
NPA framlenging samþykkt á Alþingi
Alþingi samþykkti 15. desember sl. breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir sem felur í sér að bráðabirgðaákvæði um innleiðingu Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er framlengt til 31. desember 2024.
Grænbók um sveitarstjórnarmál
Í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna grænbók um sveitarstjórnarmál.
Unnt að fylgjast með uppbyggingu íbúða í rauntíma
Nýtt mælaborð, sem sýnir með gagnvirkum hætti hversu margar íbúðir eru í byggingu á öllu landinu, var tekið formlega í notkun í dag á kynningarfundi HMS og Samtaka iðnaðarins. Nú er því í fyrsta sinn hægt að sjá íbúðir í byggingu á einum stað.
Innkaup sveitarfélaga í anda hringrásarhagkerfis
Sniðmát af útboðslýsingu, innkaupasamningi og tilboðshefti fyrir sérstaka söfnun og þjónustu grenndarstöðva er nú aðgengilegt öllum sveitarfélögum og ráðgjöfum þeirra.
Opið fyrir umsóknir ungs fólks á Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins
Sambandið tilnefnir þrjá kjörna fulltrúa til að taka þátt í Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins sem kemur saman í Strasbourg tvisvar á ári. Ungmennafulltrúar eru orðnir ómissandi þáttur í þingum Sveitarstjórnarþingsins.
Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA ályktar um nýja fráveitutilskipun ESB
Sveitarstjórnarvettvangur EES EFTA kom saman í Brussel dagana 1.-2. desember 2022 í fyrsta skipti eftir Covid. Helstu mál á dagskrá voru endurskoðun fráveitutilskipunar ESB og tillögur að tilskipun er snýr að því að auka jafnrétti kynjanna með því að tryggja að sömu laun séu geidd fyrir sömu störf.
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2023-2024
Úthlutun námsleyfa vegna skólaársins 2023-2024 er lokið. Alls bárust Námsleyfasjóði 179 fullgildar umsóknir.
Reglugerð um meðhöndlun úrgangs vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis í samráð
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarfélög bera ekki ábyrgð á að markmiðum um byggingar- og niðurrifsúrgang
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið vinna minnisblað, dags. nóv. 2022, um aðkomu sveitarfélaga að söfnun byggingar- og niðurrifsúrgangs og skyldur þeirra til að ná markmiðum sem um slíkan úrgang gilda um endurvinnslu og endurnýtingu.