Fréttir og tilkynningar
Aukið samstarf rætt á fundi með umhverfis-, orku og loflagsráðherra
Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfis-, orku og loftlagsráðherra áttu samráðsfund í húsakynnum sambandsins í gær þar sem rætt var um skattlagningu orkumannvirkja og skipulag á uppbyggingu vindorkuvera og aukið samstarf ráðuneytisins við sambandið í þessum málum.
Lilja Ósk hlaut hvatningarverðlaun á degi gegn einelti
Lilja Ósk Magnúsdóttir, verkefnastjóri forvarna- og félagsmála í Tækniskólanum, hlaut árleg hvatningarverðlaun samtakanna Heimili og skóli fyrir framlag sitt til eineltisforvarna á árlegum degi gegn einelti.
Samtal um græna styrki á Ísafirði
Rannís, Samband íslenskra sveitarfélaga og Vestfjarðarstofa standa fyrir opnum fundi um græna styrki á Ísafirði þann 27. nóvember næstkomandi.
Framlag sveitarfélaga til loftslagsmála til 2030
Mánudaginn 13. nóvember kl. 13:00-17:00 standa Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fyrir vinnustofu fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga um loftslagsmál á sveitarstjórnarstigi.
Skör ofar – áhættugreining
Fimmtudaginn 9. nóvember kl. 11:00-11:50 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Tjaldað til einnar nætur? Málþing um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði
Velferðarvaktin stendur fyrir opnu málþingi um stöðu tekjuminni hópa á húsnæðismarkaði og fer það fram í næstu viku, fimmtudaginn 9. nóvember, á Hótel Reykjavík Natura kl. 13.00-16.00.
Íbúakönnun landshluta farin af stað
Íbúakönnun landshlutanna er nú farin af stað. Könnunin er á vegum Byggðastofnunar, landshlutasamtakanna og atvinnuþróunarfélaga og er hún ætluð öllum íbúum á Íslandi sem náð hafa 18 ára aldri.
Nýir styrkir til skólaþróunar – ertu með góða hugmynd?
Mennta- og barnamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- og skólaþróunarverkefna á vettvangi leik-, grunn- og framhaldsskóla og frístundastarfs. Um nýja styrki er að ræða til að efla skólaþróun um allt land í samræmi við aðgerð 2 í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030.
Sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykkt
Íbúar Vesturbyggðar og Táknafjaðarhrepps hafa samþykkt sameiningu sveitarfélaganna tveggja en kosningu um sameininguna lauk kl. 22:00, 28. október sl.
Ráðstefna: Vinnum gullið – dagskrá og streymi
Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnunnar Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi mánudaginn 20. nóvember kl. 9-16 í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík og í streymi.
Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum 2022
Út er komið yfirlitsskjal um rekstrarkostnað á hvern grunnskólanemanda eftir stærð skóla árið 2022. Um er að ræða beinan rekstrarkostnað á almenna grunnskóla sveitarfélaga. Sérskólar eru því ekki meðtaldir.
Skör ofar 27. október
Föstudaginn 27. október kl. 11:00-11:45 efna Samband íslenskra sveitarfélaga og stýrihópur um hátæknibrennslu úrgangs til kynningarfundar á Teams um annan áfanga forverkefnis um innleiðingu nýrrar framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi í stað urðunar.
Hvaða áhrif hefur launamunur kynjanna á efnahagslega stöðu kvenna?
Munar þig um 47 milljónir?
Það er auðvelt að hugsa um launamun kynjanna sem tölur á blaði en hverjar eru raunverulegar afleiðingar launamisréttis?
Starfsmat sem leið að launajafnrétti
Segja má að hér á landi séu þrjú módel við grunnlaunasetningu.
Kynskiptur vinnumarkaður
Það liggur fyrir að kynskiptur vinnumarkaður skýrir að mestu leyti launamun kynjanna. Í hinum kynskipta vinnumarkaði felst að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum.
Samstarfsverkefni um vinnuumhverfi starfsfólks í leik- og grunnskólum
Vinnueftirlitið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands eiga í samstarfi um verkefni sem hefur það markmið að meta áhættuþætti í vinnuumhverfi starfsfólks leik- og grunnskóla.
Launamunur kynjanna minnstur meðal starfsfólks sveitarfélaga
Launamunur kynjanna er ólíkur eftir mörkuðum og er munurinn minnstur meðal starfsfólks sveitarfélaga.
Áhrif loftslagsbreytinga á Ísland
Miðvikudaginn 18. október var kynnt skýrsla Vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga. Skýrslan staðfestir, svo ekki sé um villst, að áhrifa loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta á Íslandi.