Auglýsingar eftir umsóknum í LIFE áætlunina fyrir árið 2024 verða birtar þann 18. apríl.
LIFE áætlunin er umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins og undir henni eru fjórar undiráætlanir og nokkrar gerðir styrkja.
Auglýsingarnar verða birtar á styrkjagátt ESB: Funding & tender opportunities portal. Dagana 23.-26. apríl mun CINEA standa fyrir upplýsingafundum fyrir áhugasama umsækjendur.
Hægt er að skoða fyrri upplýsingafundi á Youtube rás LIFE.