Hag og upplýsingasvið sambandsins hefur undanfarin ár gefið ritið Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga.
Ritið hefur verið á PDF formi sem sýnir íslandskort með ýmsum lykiltölum.
Nú hefur Hag- og upplýsingasvið tekið upp þá nýbreytni að notast við landakort sem hugbúnaðurinn Power BI hefur upp á að bjóða. Um er að ræða tilraunaverkefni.
Með því að nota Power BI var hægt að setja ýmsar lykiltölur inn á landakort með einföldum hætti og að hanna þægilegt viðmót fyrir notendur. Hægt er að þekja út kortið til að sjá betur þau svæði sem verið er að skoða.
Lykiltölurnar eru í eftirfarandi flokkum:
- fjármál
- grunnskólar
- leikskólar og
- félagsþjónusta.