Komið er út ritið Helstu mál á vettvangi ESB árið 2021. Í ritinu er að finna yfirlit yfir helstu mál á vettvangi ESB árið 2021 sem varða íslensk sveitarfélög.
Í fyrsta lagi er að finna kynningu á starfsáætlun Framkvæmdastjórnar ESB fyrir árið 2021. Starfsáætlunin byggir á sex forgangsmálum sem ætlað er leggja línurnar fyrir fimm ára stefnumörkun Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB:
- Grænn sáttmáli fyrir Evrópu
- Stafræn framtíð Evrópu
- Efnahagskerfi sem sinnir þörfum almennings
- Evrópsk gildi
- Lýðræði í Evrópu
- Áhrif Evrópu á heimsvísu
Í öðru lagi er í ritinu fjallað um helstu aðgerðir ESB í tengslum við COVID-19 faraldurinn.
Í þriðja lagi er fjallað um samstarfsáætlanir ESB.
Í fjórða lagi er fjallað um málefni sveitarfélaga sem tengjast EES EFTA samstarfinu.
Einstakir kaflar um helstu mál á vettvangi ESB árið 2021.
Ritið Helstu mál á vettvangi ESB og EFTA árið 2021 í heild sinni.