Nordregio stendur fyrir fundi miðvikudaginn 26. apríl, um valdeflingu ungs fólks til þróunar á sjálfbærum samfélögum.
Norræna byggðastofnunin, Nordregio, hefur staðið sig vel í því að stuðla að samstarfi norrænna sveitarfélaga um innleiðingu heimsmarkmiðanna og þekkingaruppbyggingu. Stofnunin stendur fyrir málþingi á vefnum 26. apríl nk. um hvernig sveitarfélög geti virkjað ungt fólk til þátttöku í aðgerðum til að stuðla að sjálfbærni.
Fulltrúi Hafnarfjarðar og fleiri norrænna sveitarfélaga eru með kynningar á málþinginu sem fer fram á ensku.
Það er tilefni til að hvetja íslensk sveitarfélög til að nýta þetta tækifæri til að fræðast.