Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.
Fyrstu umræðu- og fræðslufundir menntamálaráðherra um menntun fyrir alla verða í Sveitarfélaginu Árborg, mánudaginn næstkomandi, þann 3. september. Boðað er til fundanna vegna mótunar á nýrri menntastefnu stjórnvalda og verður fundað á samtals 23 stöðum um land allt. Fundaröðinni lýkur í Reykjavík síðari hlutann í nóvember.
Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað; sá fyrri með forsvarsmönnum sveitarfélaga, ábyrgðaraðilum í mennta-, velferðar- og heilbrigðismálum og fulltrúum í stýrihópi vegna mótunar nýrrar menntastefnu. Fundartími er kl. 10:00 - 12:00.
Síðari fundurinn verður með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála í heimabyggð. Fundartími síðari fundarins er kl. 13:00 - 16:00.
Boðað er til samráðs um mótun nýrrar menntastefnu með þá sannfæringu að leiðarljósi, að haghafar að gæðamenntun fyrir alla á öllum skólastigum verði, svo vel sé, að taka saman höndum og vinna sameiginlega að stefnunni í þágu allra nemenda.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til hvers fundar. Þá var fyrr á þessu ári kynningarbréf sent framkvæmdastjórum sveitarfélaga, formönnum skólanefnda, formönnum félagsmálanefnda, fræðslustjórum, félagsmálastjórum og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu- og frístundamála. Nálgast má bréfið á hlekk hér að neðan.
Fundayfirlit, með fyrirvara um breytingar:
Svæði | Fundarstaður | Dagsetning |
Suðurland | Árborg | Mánudagur 3. september |
Suðurland | Laugalandsskóli | Þriðjudagur 4. september |
Vesturland | Akranes | Mánudagur 10. september |
Vesturland | Grundarfjörður | Þriðjudagur 11. september |
Vestfirðir | Ísafjörður | Mánudagur 17. september |
Norðurland vestra | Sauðárkrókur | Fimmtudagur 20. september |
Eyjafjörður | Akureyri | Mánudagur 1. október |
Eyjafjörður | Akureyri | Þriðjudagur 2. október |
Norðurland eystra | Húsavík | Mánudagur 8. október |
Reykjanes | Reykjanesbær | Mánudagur 15. október |
Austurland | Egilsstaðir | Mánudagur 22. október |
Austurland | Reyðarfjörður | Þriðjudagur 23. október |
Hafnarfjörður | Hafnarfjörður | Mánudagur 29. október |
Garðabær | Garðabær | Þriðjudagur 30. október |
Hornafjörður | Höfn | Miðvikudagur 31. október |
Kópavogur | Kópavogur | Mánudagur 5. nóvember |
Mos/Seltjarnarnes | Mosfellsbær | Þriðjudagur 6. nóvember |
Reykjavík | Rimaskóli | Mánudagur 12. nóvember |
Reykjavík | Seljaskóli | Þriðjudagur 13. nóvember |
Reykjavík | Árbæjarskóli | Mánudagur 19. nóvember |
Reykjavík | Laugalækjarskóli | Þriðjudagur 20. nóvember |
Reykjavík | Hagaskóli | Mánudagur 26. nóvember |
Reykjavík | Háteigsskóli | Þriðjudagur 27. nóvember |