Þann 14. febrúar n.k. er fyrirhugaður samstarfsfundur Öryrkjabandalags Íslands og Sambandsins um samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Fundurinn er fjarfundur og verður haldinn á teams og verður frá 14-16. Fundurinn er ætlaður stjórnendum og fagfólki í málaflokknum. Á fundinum verður m.a. farið yfir helstu áherslur samningsins, innleiðing hugmyndafræði SRFF í þjónustu við fatlað fólk. Fundurinn skiptist í tvennt fyrst verður boðið upp á fræðsluerindi og síðan vinnustofur þar sem þátttakendum er skipt niður í hópa og fjalla um helstu hindranir og tækifæri við innleiðingu samningsins.
Slido: #Sattmali2022
- Tillaga til þingsályktunar um nýja þýðingu á samningi Sþ um réttindi fatlaðs fólks
- Glærukynning Rannveigar Traustadóttur
Dagskrá
14:00 | María Kristjánsdóttir setur fundinn og kynnir fyrirkomulag fundarins, fundarstjóra og fyrirlesara. |
14:10 | Sáttmálinn og þjónusta sveitarfélaga -- María Kristjánsdóttir |
14:20 | Fræðsla um meginlínur Sáttmálans - Rannveig Traustadóttir |
15:05 | Vinnustofur |
15:40 | Samantekt frá vinnustofum. |