Galdurinn við góða fjárhagsáætlun
Föstudaginn 4. nóvember, kl. 09:00 –10:30, heldur fjármálaráðstefna sveitarfélaga áfram. Að þessu sinni verður leitast við að svara spurningum um góða fjárhagsáætlun. Þau sem sitja fyrir svörum eru:
- Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólms og Helgafellssveitar
- Kristín Baldvinsdóttir, forstöðumaður áætlunargerðar Akureyrarbæjar og
- Erik Tryggvi Striz Bjarnason, skrifstofustjóri Áætlana- og uppgjörsskrifstofu Reykjavíkurborgar
Málstofustjóri verður: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar
Eftirfarandi spurningum hefur verið varpað fram:
- Hvaða aðferð er notuð við áætlunargerðina?
- Hvernig hefst vinnan við fjárhagsáætlun? (Fyrstu skrefin)
- Hvaða sjónarmiða er leitað og hvernig?
- Hvernig er áætlað fyrir óvissuþáttum?