Samband íslenskra sveitarfélaga efndi til opins stafræns kynningarfundar fimmtudaginn 3. febrúar 2022 kl. 12:00-13:30 um innleiðingu breytinga á innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun. Fundurinn kallaðist ,,Borgað þegar hent er - greining á útfærslum í innheimtu sveitarfélaga fyrir úrgangsmeðhöndlun“.
Þann 1. janúar 2023 koma til framkvæmda breytingar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs um að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila. Slík aðgerð við innheimtu byggist á mengunarbótareglunni þar sem hver og einn borgar fyrir það sem hann hendir (e. Pay as you throw).
Lögin hafa mikla þýðingu fyrir sveitarfélögin í landinu og munu þau þurfa að aðlaga gjaldskrár sínar og innheimtukerfi. Með lagabreytingunum verður gerð er krafa um að fast gjald, sem flest sveitarfélög leggja á í dag, takmarkist við 50% til ársins 2025 og 25% eftir það. Verkefnið er unnið með styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er hluti af stefnu ráðherra um meðhöndlun úrgangs ,,Í átt að hringrásarhagkerfi“.
- Borgað þegar hent er - greining á útfærslum (EFLA 2022)
- Opnun
- Ávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra - Greining á útfærslum borgað þegar hent er (BÞHE)
Snjólaug Tinna Hansdóttir og Stefán Þór Kristinsson sérfræðingar Eflu - Hækkum rána í úrgangsmálum – helstu verkefni sambandsins á árinu 2022
Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - Umræður, spurningar og svör
Fundarstjóri stýrir umræðum - Fundarlok