Þjónustugjöld sem lögð eru á eigendur fasteigna. Gjöldunum er ætlað að standa undir rekstri fráveitna, vatnsveitna og sorphirðu, en einnig lóðaleigu þar sem við á.
Skattur sem lagður er á verðmæti fasteigna og rennur til sveitarfélaganna.
Gjald sem lagt er á lóðahafa eða byggingaleyfishafa. Gjaldstofn er fermetrafjöldi byggingar sem ætlað er að byggja á viðkomandi lóð. Tekjum af gjaldinu skal sveitarstjórn verja til gatnagerðar og viðhalds gatnamannvirkja (lög um gatnagerðargjald nr. 153/2006).
Útsvar er skattur á tekjur einstaklinga – aðrar en fjármagnstekjur. (19.-31. gr. tekjustofnalaga )
Greiðsla fyrir afmarkaða veitta þjónustu sveitarfélags. Þjónustugjöld mega aldrei vera hærri en raunverulegur kostnaður er við að veita viðkomandi þjónustu.