Íslandi gefst að þessu sinni tækifæri til að taka þátt í verkefni Evrópusambandsins sem gengur undir nafninu Menningarborgir Evrópu 2028.
Þó svo að orðið borgir komi fram í titlinum, þá eru engin stærðarmörk varðandi það hvaða borgir eða bæir geti sótt um.
Markmið verkefnisins er að auka gagnkvæm kynni íbúa Evrópu, draga fram sameiginleg einkenni álfunnar en leggja jafnframt áherslu á fjölbreytileika landanna og menningarlega sérstöðu einstakra borga og bæja.
Hugmyndin að Menningarborg Evrópu er runnin undan rifjum grísku söng- og leikkonunnar Melinu Mercouri sem var menningarmálaráðherra Grikklands snemma á níunda áratug síðustu aldar. Aþena, höfuðborg Grikklands, varð fyrst borga Evrópu til að hljóta útnefningu. Þá var Reykjavík meðal níu Menningarborga Evrópu árið 2000.
Upplýsingar varðandi umsóknarferlið er að finna á vefsíðu Evrópusambandsins.
Umsóknarfrestur er til 11. nóvember 2022.
Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Zoega verkefnisstjóri Menningaráætlunar ESB hjá Rannís (ragnhildur.zoega@rannis.is) og Óttar F. Gíslason forstöðumaður Brussel skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga (ottarfreyr@samband.is).