Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna

Greint hefur verið frá því hver eru tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna 2024 sem verða veitt á Bessastöðum þann 5. nóvember n.k.

Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.

Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum, auk sérstakra hvatningarverðlauna:

  1. Skólastarf eða menntaumbætur Skóli eða önnur menntastofnun, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr.
  2. Kennari Verðlaun veitt kennara sem stuðlað hefur að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.
  3. Þróunarverkefni. Þróunarverkefni sem stenst ítrustu gæðakröfur um markmið, leiðir, inntak, mat og kynningu.
  4. Iðn- eða verkmenntun. Kennari, námsefnishöfundur, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða annað framlag til iðn- eða verkmenntunar.

Hér eru tilnefningar fyrir 2024