Auglýst er eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2021 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum.
Umsóknarfrestur lengdur til 22. nóvember 2021
Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu HMS. Til þess að hægt sé að meta umsókn þurfa öll gögn skv. 14. gr. reglugerðar nr. 183/2020 að skila sér innan umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.