Samband íslenskra sveitarfélaga minnir á að tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2022 þurfa að berast fyrir 1. júní nk.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum
- Framúrskarandi skóla- og frístundastarf eða menntaumbætur
- Framúrskarandi kennari
- Framúrskarandi iðn- og starfsmenntun
- Framúrskarandi þróunarverkefni
Auk þess eru veitt sérstök hvatningarverðlaun.