Á vegum Sveitarstjórnarþingsins Evrópuráðsins í Strasbourg hefur verið opnuð rafræn gátt, Cities4Cities, til að koma á tengslum á milli úkraínskra sveitarfélaga og sveitarfélaga sem eiga aðild að Sveitarstjórnarþinginu og vilja veita sveitarfélögum í Úkraínu stuðning.
Sambandið tilnefnir þrjá fulltrúa til setu á Sveitarstjórnarþinginu. Meginhlutverk þess er að hafa eftirlit með framkvæmd Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga og sveitarstjórnarkosninga í aðildarríkjum Evrópuráðsins. Þingið fjallar auk þess um áskoranir sveitarfélaga á hverjum tíma í lýðræðis og mannréttindamálum. Það kemur saman tvisvar á ári í Strasbourg, Frakklandi.
- Cities4Cities
- Nánar um verkefnið Cities4Cities
- Minnisblað um síðasta þing sem var haldið 22.-24. mars sl. en málefni Úkraínu settu að sjálfsögðu mikinn svip á það.