Ársskýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2021 er komin á vefinn. Að þessu sinni er ársskýrslan einungis birt á vef sambandsins og er í einfaldri framsetningu.
Nú þegar sambandið, sveitarfélög, ríki og aðrir sem þjónustu veita eru á fleygiferð í stafrænni framþróun og umbreytingu er við hæfi að ársskýrsla sambandsins taki mið af því. Við þekkjum það öll, í okkar sífellda kapphlaupi við tímann, að þegar við fáum í hendurnar fagurprentaðar ársskýrslur með fallegum myndum, þá flettum við þeim hratt og lesum aðlalega fyrirsagnir, skoðum töflur og dáumst af myndunum fínu. Við þessu er sambandið að bregðast með útgáfu þessarar ársskýrslu fyrir árið 2021. Enn má þó finna fallegar myndir en hið ritaða mál er í mjög knöppu formi. Jákvæði umhverfisáhrif þessa fyrirkomulags eru óumdeild.
Í skýrslunni eru að finna tengla á ítarefni á vef sambandsins, þar sem vísað er til flestra þeirra mála sem voru á borði sambandsins á árinu 2021. Er það von okkar að þetta fyrirkomulag mælist vel fyrir.